Lífið

Nökkvi Fjalar og Embla Wigum í paraferð í París

Elísabet Hanna og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Embla og Nökkvi í London þar sem þau eru búsett.
Embla og Nökkvi í London þar sem þau eru búsett. Instagram/Nökkvi Fjalar

Parið Nökkvi Fjalar og Embla Wigum skelltu sér í paraferð til Parísar þar sem þau eru stödd þessa dagana að njóta borg ástarinnar. Parið byrjaði nýlega saman eftir að hafa upphaflega flutt til London sem vinir og viðskiptafélagar. 

Ástin virðist hafa byrjað að blómstra hjá þeim úti þar sem þau vinna bæði fyrir SWIPE.

„Við erum að stofna SWIPE Media út í Bretlandi, sem ég er búin að vera að vinna með í 2 ár núna, og við byrjuðum að tala í janúar í fyrra um það að flytja út saman,“

sagði Embla í viðtali við Stökkið á Vísi á dögunum. Á samfélagsmiðlum þeirra má sjá þau drekka í sig menningu borgarinnar, heimsækja Louvre og skoða Eiffel turninn.

Nökkvi birti mynd af Emblu þar sem þau eru að njóta góðs matar í París.Skjáskot/Instagram
Embla birti mynd af þeim að leiðast í borg ástarinnar.Skjáskot/Instagram

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.