Þessi mynd var tekin í miðbæ Reykjavíkur um helgina en lögregla hafði þá nóg að gera.Vísir/Kolbeinn Tumi
Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina en tuttugu og þrjár líkamsárásir voru tilkynntar, þar af þrjár alvarlegar. Þá fór lögregla í fjórtán útköll vegna heimilisofbeldis.
Þetta kemur fram í færslu embættisins á Facebook, en þar segir að í mörg horn hafi verið að líta um helgina.
Auk ofbeldisbrotanna var tilkynnt um fjögur innbrot og fimm þjófnaðarmál. Þá voru tuttugu og níu ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu um helgina. Þrír ökumenn voru staðnir að því að aka á bifreiðum búnum nagladekkjum og þá voru höfð afskipti af á annan tug ökumanna hverra ökutæki sem voru ýmist ótryggð og/eða óskoðuð.
Tveimur byggingaverkamönnum úr hópi sem var við vinnu við hús á Seltjarnarnesi sinnaðist á ellefta tímanum í morgun með þeim afleiðingum að tveir voru fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn.
Verkamaður sem réðst á vinnufélaga sinn á sautjánda júní og veittist að honum með haka og klaufhamri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.