Innlent

Tveir létust vegna Covid-19 um helgina

Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala.
Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala. Vísir/Vilhelm

Tveir létust af völdum Covid-19 á Landspítalanum um helgina. Á fjórða tug einstaklinga liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19, en innlögnum sjúklinga með sjúkdóminn hefur farið fjölgandi síðustu vikur.

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, staðfestir andlátin í samtali við fréttastofu. Segir hann að 34 séu nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19, ýmist á legudeildum og bráðamóttöku spítalans.

Alls hafa þá 155 manns látist á Íslandi vegna Covid-19. Í síðustu viku var sagt frá því að um og yfir tvö hundruð manns hafi verið að greinst með kórónuveiruna á dag síðustu daga.

Hafi flestir þeir sem greinast nú ekki fengið Covid-19 áður en endursmit séu undir 10 prósent af daglegum greindum smitum.

Grímuskylda starfsmanna, sjúklinga og gesta á Landspítala var endurvakin 16. júní 2022 vegna vaxandi fjölda smita í samfélaginu og fjölda inniliggjandi sjúklinga, en spítalinn er nú á óvissustigi vegna faraldursins.


Tengdar fréttir

„Kom ekkert annað til greina, þetta skiptir svo miklu máli“

Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, er gríðarlega ánægður með nýja aðstöðu KA á Akureyri. Þó enn sé nokkuð í land að félagið verði með aðstöðu sem jafnist á við þær bestu hér á landi er um að ræða skref í rétta átt. Arnar lagði sjálfur hönd á plóg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×