Varasamt að kyssa og knúsa viðkvæma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. júní 2022 12:20 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um úrræði til að bregðast við aukinni útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um mögulegar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum þá sem eru í áhættuhópum og segir skynsamlegt fyrir viðkvæma að taka upp grímunotkun á ný. Um þrjátíu liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19 og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að nokkrir til viðbótar séu inniliggjandi á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu. Enginn er sagður á gjörgæslu vegna veirunnar en að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans, létust tveir vegna covid um helgina. Flestir inniliggjandi eru yfir sjötugu þar sem eldra fólk er líkt og áður berskjaldaðra fyrir alvarlegum veikindum. Í ljósi þess og aukinnar útbreiðslu fundar sóttvarnalæknir í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um stöðuna. „Það sem við munum leggja áherslu á eru sóttvarnir og sýkingavarnir og jafnvel grímunotkun og takmarkanir líkt og Landspítalinn hefur tekið upp,“ segir Þórólfur. Á Landspítalanum hafa heimsóknir verið takmarkaðar við einn gest í einu en Þórólfur segir hjúkrunarheimilanna að ákveða hvort það verði einnig gert þar. „Við bendum þeim bara á hvernig staðan er og mikilvægi þess að vernda þennan viðkvæma hóp og nota þau tæki og tól sem við höfum til þess. En síðan er það hjúkrunarheimilanna að ákveða hvernig þau framkvæma það.“ Sóttvarnalæknir hvetur viðkvæma og eldra fólk til að fá fjórðu sprautu en mætingin í hana hefur hingað til verið nokkuð dræm.vísir/Vilhelm Eldra fólk og viðkvæmir eru hvött til þess að fara í fjórðu sprautuna sem Þórólfur segir veita þeim betri vernd. Þátttakan hefur ekki verið góð en reynt verður að gera átak í því og verður það meðal annars rætt á fundinum. „Núna fyrir helgina var hún allavega þannig að þeir sem eru á aldrinum áttatíu til níutíu ára voru með tuttugu og fimm prósent þátttöku en hún var tuttugu prósent hjá níutíu ára og eldri.“ Þrátt fyrir að nýtt undirafbrigði ómíkron sé í dreifingu er enn lítið um endursmit og fyrri sýkingar virðast veita nokkuð góða vernd. Þórólfur segir útbreiðslu veirunnar slíka að almennar takmarkanir séu ekki til skoðunar þar sem þær þyrftu að vera mjög strangar. Hann hvetur þó fólk til að fara varlega. „Sérstaklega þá sem eru viðkvæmir; forðast mannmarga staði, nota grímur þegar það á við, passa upp á handspritt. Maður sér að fólk er mikið til hætt að hugsa um þetta og fólk er farið að kjassast og faðmast eins og það gerði áður og það þarf að varast sérstaklega að gera það með viðkvæmum einstaklingum og eldra fólki til að gera þetta eins bærilegt og hægt er fyrir þau.“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Um þrjátíu liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19 og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að nokkrir til viðbótar séu inniliggjandi á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu. Enginn er sagður á gjörgæslu vegna veirunnar en að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans, létust tveir vegna covid um helgina. Flestir inniliggjandi eru yfir sjötugu þar sem eldra fólk er líkt og áður berskjaldaðra fyrir alvarlegum veikindum. Í ljósi þess og aukinnar útbreiðslu fundar sóttvarnalæknir í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um stöðuna. „Það sem við munum leggja áherslu á eru sóttvarnir og sýkingavarnir og jafnvel grímunotkun og takmarkanir líkt og Landspítalinn hefur tekið upp,“ segir Þórólfur. Á Landspítalanum hafa heimsóknir verið takmarkaðar við einn gest í einu en Þórólfur segir hjúkrunarheimilanna að ákveða hvort það verði einnig gert þar. „Við bendum þeim bara á hvernig staðan er og mikilvægi þess að vernda þennan viðkvæma hóp og nota þau tæki og tól sem við höfum til þess. En síðan er það hjúkrunarheimilanna að ákveða hvernig þau framkvæma það.“ Sóttvarnalæknir hvetur viðkvæma og eldra fólk til að fá fjórðu sprautu en mætingin í hana hefur hingað til verið nokkuð dræm.vísir/Vilhelm Eldra fólk og viðkvæmir eru hvött til þess að fara í fjórðu sprautuna sem Þórólfur segir veita þeim betri vernd. Þátttakan hefur ekki verið góð en reynt verður að gera átak í því og verður það meðal annars rætt á fundinum. „Núna fyrir helgina var hún allavega þannig að þeir sem eru á aldrinum áttatíu til níutíu ára voru með tuttugu og fimm prósent þátttöku en hún var tuttugu prósent hjá níutíu ára og eldri.“ Þrátt fyrir að nýtt undirafbrigði ómíkron sé í dreifingu er enn lítið um endursmit og fyrri sýkingar virðast veita nokkuð góða vernd. Þórólfur segir útbreiðslu veirunnar slíka að almennar takmarkanir séu ekki til skoðunar þar sem þær þyrftu að vera mjög strangar. Hann hvetur þó fólk til að fara varlega. „Sérstaklega þá sem eru viðkvæmir; forðast mannmarga staði, nota grímur þegar það á við, passa upp á handspritt. Maður sér að fólk er mikið til hætt að hugsa um þetta og fólk er farið að kjassast og faðmast eins og það gerði áður og það þarf að varast sérstaklega að gera það með viðkvæmum einstaklingum og eldra fólki til að gera þetta eins bærilegt og hægt er fyrir þau.“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira