Innlent

Hval­fjarðar­göngum lokað tvisvar með stuttu milli­bili vegna um­ferðar­ó­happa

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Biðröð myndaðist við göngin í kjölfar þess að þeim var lokað tvisvar með stuttu millibili.
Biðröð myndaðist við göngin í kjölfar þess að þeim var lokað tvisvar með stuttu millibili. Vísir

Hvalfjarðargöngum var lokað tvisvar síðdegis með stuttu millibili vegna umferðaróhappa. Í fyrra skiptið voru þau lokuð í yfir klukkustund en í það seinna í 40 mínútur. Ökumenn fóru út úr bílum sínum til að kaupa ís af ísbílnum sem sat einnig fastur.

Vegagerðin birti tilkynningu klukkan 16:49 í dag um að Hvalfjarðagöngunum hefði verið lokað vegna umferðaróhapps og að lokunin gæti tekið um klukkutíma. Klukkan 18:01, rúmum 70 mínútum síðar, opnuðu göngin svo aftur.

Það varði þó stutt af því klukkan 18:50 birti Vegagerðin tilkynningu þess efnis að göngin væru aftur lokuð. Sú lokun stóð yfir í rúmar 40 mínútur og opnuðu göngin aftur upp úr hálf átta.

Sjónarvottur sem beið við göngin um sjöleytið sagðist hafa séð dráttarbíl og sjúkrabíl fara inn í göngin. Annar greindi frá því að fólk sem sat fast hefði farið út úr bílum sínum til að kaupa ís af ísbílnum sem sat einnig fastur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×