23 seglbátar til Fáskrúðsfjarðar eftir að óveður batt enda á alþjóðlega siglingarkeppni Eiður Þór Árnason skrifar 18. júní 2022 08:55 Keppandinn Jeremie Beyou tók þessa mynd um borð í báti sínum í morgun þegar hann var á leið að landi. Jeremie Beyou/Charal Siglingakeppnin Vendée Arctique hefur verið stöðvuð vegna slæmra veðurskilyrða. Til stóð að láta 25 keppendur sem lögðu af stað frá Frakklandi seinasta sunnudag sigla hringinn í kringum Ísland áður þeir sneru aftur til sjávarþorpsins Les Sables d'Olonne. Þess í stað hefur keppnin verið stytt vegna djúprar lægðar sem liggur yfir Norður-Atlantshafi og hefur gert seglbátum keppendanna erfitt fyrir. Stjórnendur Vendée Arctique ákváðu í gær að siglingafólkið myndi enda för sína á Fáskrúðsfirði og eru fimmtán keppendur nú komnir í land. Þeir fyrstu sigldu í mark í gærmorgun og átta nálgast enn suðausturströnd Íslands. Áður höfðu tveir keppendur snúið við á miðri leið til Íslands, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vendée Arctique. Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppendanna á kortinu hér fyrir neðan og nota sleðarofann til að þysja að. Einnig má skoða staðsetningu þeirra á vef keppninnar. Vilja reyna aftur eftir fjögur ár Um er að ræða einmenningssiglingakeppni þar sem keppendur sigla á seglbátum án aðstoðar og mega ekki koma við í landi á leiðinni án þess að vera dæmdir úr leik. Vendée Arctique er undirbúningsforkeppni fyrir stóru Vendée Globe siglingakeppnina sem fer næst fram árið 2024. Drónamynd sem tekin var af siglingamanninum Charlie Dalin í morgun.Charlie Dalin/Apivia Leið Vendée Globe liggur hringinn í kringum hnöttinn frá Frakklandi, suður Atlandshafið og umhverfis Suðurskautslandið áður en keppendur enda aftur í Les Sables d'Olonne. Keppnin er talin vera ein erfiðasta siglingarkeppni heims en þetta var í fyrsta skipti sem aðstandendur Vendée Globe skipulögðu leið hringinn í kringum Ísland. Vonast skipuleggjendur til þess að gera Vendée Arctique að föstum lið og fara þessa leið á fjögurra ára fresti. Myndskeið sem Antoine Cornic tók um borð í seglbát sínum í morgun sýnir ágætlega þær aðstæður sem keppendur hafa þurft að eiga við.v „Það er lægð yfir svæðinu og sumir munu eiga erfitt með að nálgast keppnishliðið við Ísland. Þar sem ástandið skánar ekki eftir það þá völdum við að gera hliðið að lokamarkinu svo siglingarfólkið geti verið visst um að komast í öruggt skjól. Vindhviðurnar eru ekki bara sterkar heldur einnig óstöðugar,“ segir Francis Le Goff, stjórnandi keppninnar, í fréttatilkynningu. Hann bætir við að vonast sé til þess að keppendur geti snúið aftur til Les Sables d'Olonne, þar sem þeir hófu för sína í Frakklandi, síðdegis í dag þegar veðrið róast. Siglingaklúbbur Austurlands hafa aðstoðað keppendur við að komast í land og þjónustað þá. Posted by Siglingaklúbbur Austurlands on Friday, June 17, 2022 Siglingaíþróttir Fjarðabyggð Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þess í stað hefur keppnin verið stytt vegna djúprar lægðar sem liggur yfir Norður-Atlantshafi og hefur gert seglbátum keppendanna erfitt fyrir. Stjórnendur Vendée Arctique ákváðu í gær að siglingafólkið myndi enda för sína á Fáskrúðsfirði og eru fimmtán keppendur nú komnir í land. Þeir fyrstu sigldu í mark í gærmorgun og átta nálgast enn suðausturströnd Íslands. Áður höfðu tveir keppendur snúið við á miðri leið til Íslands, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vendée Arctique. Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppendanna á kortinu hér fyrir neðan og nota sleðarofann til að þysja að. Einnig má skoða staðsetningu þeirra á vef keppninnar. Vilja reyna aftur eftir fjögur ár Um er að ræða einmenningssiglingakeppni þar sem keppendur sigla á seglbátum án aðstoðar og mega ekki koma við í landi á leiðinni án þess að vera dæmdir úr leik. Vendée Arctique er undirbúningsforkeppni fyrir stóru Vendée Globe siglingakeppnina sem fer næst fram árið 2024. Drónamynd sem tekin var af siglingamanninum Charlie Dalin í morgun.Charlie Dalin/Apivia Leið Vendée Globe liggur hringinn í kringum hnöttinn frá Frakklandi, suður Atlandshafið og umhverfis Suðurskautslandið áður en keppendur enda aftur í Les Sables d'Olonne. Keppnin er talin vera ein erfiðasta siglingarkeppni heims en þetta var í fyrsta skipti sem aðstandendur Vendée Globe skipulögðu leið hringinn í kringum Ísland. Vonast skipuleggjendur til þess að gera Vendée Arctique að föstum lið og fara þessa leið á fjögurra ára fresti. Myndskeið sem Antoine Cornic tók um borð í seglbát sínum í morgun sýnir ágætlega þær aðstæður sem keppendur hafa þurft að eiga við.v „Það er lægð yfir svæðinu og sumir munu eiga erfitt með að nálgast keppnishliðið við Ísland. Þar sem ástandið skánar ekki eftir það þá völdum við að gera hliðið að lokamarkinu svo siglingarfólkið geti verið visst um að komast í öruggt skjól. Vindhviðurnar eru ekki bara sterkar heldur einnig óstöðugar,“ segir Francis Le Goff, stjórnandi keppninnar, í fréttatilkynningu. Hann bætir við að vonast sé til þess að keppendur geti snúið aftur til Les Sables d'Olonne, þar sem þeir hófu för sína í Frakklandi, síðdegis í dag þegar veðrið róast. Siglingaklúbbur Austurlands hafa aðstoðað keppendur við að komast í land og þjónustað þá. Posted by Siglingaklúbbur Austurlands on Friday, June 17, 2022
Siglingaíþróttir Fjarðabyggð Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira