Innlent

Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Logi Már Einarsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Samfylkingarinnar í haust.
Logi Már Einarsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Samfylkingarinnar í haust. Vísir/Vilhelm

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan.

Logi greinir frá þessum tíðindum í viðtali við Fréttablaðið þar sem hann gerir upp formannstíð sína og feril sinn í stjórnmálum. Hann segist í viðtalinu þakklátur fyrir að sitt fólk hafi umborið jafn hvatvísan og fljótfæran mann og hann sjálfan.

Úr því að vera óvænt formaður í að vera sá þaulsætnasti

Logi hefur verið formaður flokksins í tæp sex ár, frá október 2016, sem gerir hann að þaulsætnasta formanni Samfylkingarinnar frá upphafi. 

Árið 2016 varð hann nokkuð óvænt formaður eftir að Oddný G. Harðardóttir, þáverandi formaður flokksins, sagði af sér í kjölfar verstu kosningaúrslita flokksins frá upphafi í Alþingiskosningum . Logi fór þá úr því að vera varaformaður flokksins í að vera formaður.

Kosið verður um nýjan formann Samfylkingarinnar á næsta landsfundi flokksins sem verður haldinn í október í haust. Margir bíða fundarins með mikilli eftirvæntingu en bæði Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson hafa verið orðuð við formannsframboð.


Tengdar fréttir

Össur vill kalla Krist­rúnu til for­ystu

Össur Skarphéðinsson, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, kallar eftir því í færslu á Facebook að Samfylkingin geri Kristrúnu Frostadóttur að formanni sínum. Hann segir Kristrúnu vera einu manneskjuna sem andstæðingar flokksins vilji ekki sem formann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×