Innlent

Göngu­garparnir á leið til Hafnar þar sem kjöt­súpa bíður þeirra

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hópurinn var kominn niður af fjallinu og í hlýja björgunarsveitarbíla klukkan sex í morgun. Myndin er af Hvannadalshnjúki en ótengd fréttinni. 
Hópurinn var kominn niður af fjallinu og í hlýja björgunarsveitarbíla klukkan sex í morgun. Myndin er af Hvannadalshnjúki en ótengd fréttinni.  Vísir/RAX

Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra.

Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi var í gær kallað út til þess að aðstoða gönguhóp sem villtist á Hvannaalshnjúki í gær. 

Enginn var slasaður en hópurinn lenti í vandræðum á leið sinni niður af hnjúknum. Fólkið óskaði eftir aðstoð um klukkan fimm síðdegis í gær en það hafði verið á göngu nær allan daginn. Fólkið hafði tapað leiðsöögubúnaði sínum og villst á leiðinni. 

Davíð segir að nú klukkan sex í morgun hafi verið búið að flytja allt göngufólkið á snjósleðum í björgunarsveitarbíla og því allir komnir inn í hlýja bíla og gott skjól.

„Hópurinn hafði þá haldið til í snjóhúsi frá því fyrir miðnætti. Bíðlarnir eru enn á leiðinni til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður göngugarpar og björgunarfólks,“ segir Davíð og gerir ráð fyrir að enn séu tveir tímar í að hópurinn nái til Hafnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×