Innlent

Sam­einað Sveitar­fé­lag Skaga­fjarðar og Akra­hrepps fær nafn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sameinað sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafnið Skagafjörður.
Sameinað sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafnið Skagafjörður. Vísir/Egill

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður. 

Kosið var um nafnið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor og kosið milli þriggja nafna: Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagafjörður og Hegranesþing. 

Í atkvæðagreiðslu hlaut nafnið Skagafjörður meirihluta atkvæða af þeim 2.048 atkvæðum sem greidd voru. Sveitarstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrr í vikunni nýtt nafn sveitarfélagsins einróma með níu atkvæðum.


Tengdar fréttir

Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga

Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.