Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júní 2022 11:53 Verkun hvals í Hvalfirði. Vísir/Vilhelm Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. Um 35 prósent aðspurðra töldu sig andvíga veiðum á langreyðum en um 33 prósent eru hlynntir veiðunum. Tæpur þriðjungur er því hvorki andvígur né hlynntur veiðunum. Þá telja einungis rúm tuttugu prósent landsmanna hvalveiðar mikilvægar fyrir íslenskt efnahagslíf. Kjósendur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru í áberandi meirihluta þeirra sem telja sig hlynnta veiðunum. Þá eru kjósendur Pírata, Samfylkingar og Sósíalistaflokksins einna andvígastir hvalveiðum. Finna sterkt fyrir neikvæðri umfjöllun Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir könnunina endurspegla töluverðan mun á viðhorfi landsmanna til hvalveiða nú en því sem hafi verið á árum áður. „Við höfum bent á að hvalveiðar skaða orðspor landsins mjög gagnvart ákveðnum markhópi ferðaþjónustu á Íslandi. Hvalaskoðun hefur um nokkra hríð verið ein helsta afþreying í ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt sé að huga vel að umhverfi hvalaskoðunar. „Við höfum töluvert af reynslu og gögnum sem sýna okkur það í gegnum tíðina að þetta hefur mjög mikil neikvæð áhrif, jafnvel þannig að fólk sniðgangi ferðalög til Íslands eða íslenskar vörur vegna hvalveiða. Þetta hefur auðvitað sérstök áhrif þegar þessi veiðitímabil hefjast eins og er að gerast núna.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm Jóhannes segir ferðaþjónustuna finna sterkt fyrir áhrifum neikvæðrar umfjöllunar um hvalveiðar á Íslandi. „Þetta er umfjöllun í stærstu miðlum viðkomandi markaðssvæða; BBC, CCN og Süddeutsche Zeitung til dæmis. Þar er fjallað um hvalveiðar á Íslandi með mjög neikvæðum hætti. Þetta er mjög mikil dreifing og það hefur gríðarlega neikvæð áhrif þegar umfjöllun er með þessum hætti.“ Stjórnvöld taki mark á áhrifunum Hvalveiðar séu einnig svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastað. „Að okkar mati er kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þessum áhrifum og skoði þetta í stærra samhengi. Það er ánægjulegt að sjá að enn stærri hluti þjóðarinnar er sammála okkur en ekki Kristjáni Loftssyni,“ sagði Jóhannes að lokum Könnun var framkvæmd 19. til 27. maí í Þjóðgátt Maskínu og voru svarendur 957 talsins. Lesa má nánar um niðurstöður könnunar Maskínu hér að neðan. Hvalveiðar-Maskína-skýrslaPDF1.8MBSækja skjal Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Um 35 prósent aðspurðra töldu sig andvíga veiðum á langreyðum en um 33 prósent eru hlynntir veiðunum. Tæpur þriðjungur er því hvorki andvígur né hlynntur veiðunum. Þá telja einungis rúm tuttugu prósent landsmanna hvalveiðar mikilvægar fyrir íslenskt efnahagslíf. Kjósendur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru í áberandi meirihluta þeirra sem telja sig hlynnta veiðunum. Þá eru kjósendur Pírata, Samfylkingar og Sósíalistaflokksins einna andvígastir hvalveiðum. Finna sterkt fyrir neikvæðri umfjöllun Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir könnunina endurspegla töluverðan mun á viðhorfi landsmanna til hvalveiða nú en því sem hafi verið á árum áður. „Við höfum bent á að hvalveiðar skaða orðspor landsins mjög gagnvart ákveðnum markhópi ferðaþjónustu á Íslandi. Hvalaskoðun hefur um nokkra hríð verið ein helsta afþreying í ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt sé að huga vel að umhverfi hvalaskoðunar. „Við höfum töluvert af reynslu og gögnum sem sýna okkur það í gegnum tíðina að þetta hefur mjög mikil neikvæð áhrif, jafnvel þannig að fólk sniðgangi ferðalög til Íslands eða íslenskar vörur vegna hvalveiða. Þetta hefur auðvitað sérstök áhrif þegar þessi veiðitímabil hefjast eins og er að gerast núna.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm Jóhannes segir ferðaþjónustuna finna sterkt fyrir áhrifum neikvæðrar umfjöllunar um hvalveiðar á Íslandi. „Þetta er umfjöllun í stærstu miðlum viðkomandi markaðssvæða; BBC, CCN og Süddeutsche Zeitung til dæmis. Þar er fjallað um hvalveiðar á Íslandi með mjög neikvæðum hætti. Þetta er mjög mikil dreifing og það hefur gríðarlega neikvæð áhrif þegar umfjöllun er með þessum hætti.“ Stjórnvöld taki mark á áhrifunum Hvalveiðar séu einnig svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastað. „Að okkar mati er kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þessum áhrifum og skoði þetta í stærra samhengi. Það er ánægjulegt að sjá að enn stærri hluti þjóðarinnar er sammála okkur en ekki Kristjáni Loftssyni,“ sagði Jóhannes að lokum Könnun var framkvæmd 19. til 27. maí í Þjóðgátt Maskínu og voru svarendur 957 talsins. Lesa má nánar um niðurstöður könnunar Maskínu hér að neðan. Hvalveiðar-Maskína-skýrslaPDF1.8MBSækja skjal
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira