Pérez: Mbappé breytti draumi sínum vegna pólitísks þrýstings Valur Páll Eiríksson skrifar 16. júní 2022 13:31 Pérez lét gamminn geysa í viðtali í gær. Samuel de Roman/Getty Images Florentino Pérez, forseti Real Madrid, tjáði sig um málefni franska framherjans Kylian Mbappé í gær. Mbappé var nálægt því að ganga til liðs við spænska stórveldið áður en honum snerist hugur. Samningur Mbappé við félag hans, Paris Saint-Germain, átti að renna út í sumar og mátti Real Madrid ræða við hann um vistaskipti frá 1. janúar, þegar sex mánuðir voru til loka samningsins. Mbappé var látlaust orðaður við Real Madrid í vor og fátt virtist geta stöðvað flutninga hans til spænsku höfuðborgarinnar. Allt þar til hann virðist hafa tekið U-beygju og endursamdi við Parísarliðið undir lok síðasta mánaðar. Florentino Pérez, forseti Real Madrid, var til viðtals í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito í gærkvöld þar sem hann segir tvö ríki hafa beitt hann miklum þrýstingi og í raun snúið upp á höndina á honum. „Mbappé sveik ekki neinn. Draumur hans var að koma til Madríd, hann keypti alltaf treyjurnar okkar, en aðstæður breyttust vegna pólitískrar og fjárhagslegrar pressu. Að lokum sættum við okkur við það að Mbappé vildi ekki koma, hann breytti draumi sínum,“ „Ég kann enn að meta Mbappé, að sjálfsögðu. Mamma hans vildi að hann kæmi til Madrídar, vegna þess að það er draumur sonar hennar. Hún var leið,“ „En ég held að þeir hafi ruglað hann í ríminu. Ég trúði honum og hans draumi, en stundum rætast draumar ekki. Tvö mismunandi ríki þrýstu á Mbappé og þeim tókst að rugla hann,“ segir Pérez. Hann vísar þar til Frakklands og Katar. PSG er í eigu fjárfestingasjóðs Katar og þá hefur Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, viðurkennt að hafa ráðlagt Mbappé að halda kyrru fyrir í heimalandinu. Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Samningur Mbappé við félag hans, Paris Saint-Germain, átti að renna út í sumar og mátti Real Madrid ræða við hann um vistaskipti frá 1. janúar, þegar sex mánuðir voru til loka samningsins. Mbappé var látlaust orðaður við Real Madrid í vor og fátt virtist geta stöðvað flutninga hans til spænsku höfuðborgarinnar. Allt þar til hann virðist hafa tekið U-beygju og endursamdi við Parísarliðið undir lok síðasta mánaðar. Florentino Pérez, forseti Real Madrid, var til viðtals í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito í gærkvöld þar sem hann segir tvö ríki hafa beitt hann miklum þrýstingi og í raun snúið upp á höndina á honum. „Mbappé sveik ekki neinn. Draumur hans var að koma til Madríd, hann keypti alltaf treyjurnar okkar, en aðstæður breyttust vegna pólitískrar og fjárhagslegrar pressu. Að lokum sættum við okkur við það að Mbappé vildi ekki koma, hann breytti draumi sínum,“ „Ég kann enn að meta Mbappé, að sjálfsögðu. Mamma hans vildi að hann kæmi til Madrídar, vegna þess að það er draumur sonar hennar. Hún var leið,“ „En ég held að þeir hafi ruglað hann í ríminu. Ég trúði honum og hans draumi, en stundum rætast draumar ekki. Tvö mismunandi ríki þrýstu á Mbappé og þeim tókst að rugla hann,“ segir Pérez. Hann vísar þar til Frakklands og Katar. PSG er í eigu fjárfestingasjóðs Katar og þá hefur Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, viðurkennt að hafa ráðlagt Mbappé að halda kyrru fyrir í heimalandinu.
Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira