Innlent

Endur­greiðslur til kvik­mynda­fram­leið­enda verða 35 prósent

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kvikmyndaframleiðendur geta nú fengið 35 prósent af  framleiðslukostnaði hérlendis endurgreiddan.
Kvikmyndaframleiðendur geta nú fengið 35 prósent af  framleiðslukostnaði hérlendis endurgreiddan. LiljaJons

Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra sem kveður á um 35 prósent endurgreiðslu til kvikmyndaframleiðenda. 

54 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt og tveir sátu hjá. Lilja Alfreðsdóttir fagnaði samþykkt frumvarpsins sem hefur verið þrætuepli innan ríkisstjórnarinnar.  Á tímapunkti leit út fyrir að frumvarpið myndi ekki ná fram að ganga en gagnrýni úr fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar virðist þó því ekki hafa komið í veg fyrir það.

„Þetta frumvarp þýðir það að kvikmyndagerð á Íslandi er orðin samkeppnishæf aftur þegar við berum okkur saman við önnur ríki og ríkisstjórnin stefnir að því að fjölga störfum í hinum skapandi greinum og er þetta risastór aðgerð í þeirri vegferð,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir við atkvæðagreiðsluna seint í kvöld.

Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North sagði í viðtali á Bylgjunni fyrir nokkru að stór kvikmyndaver bíði eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist því í þessari endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.