Kvikmyndarisar bíði eftir aukinni endurgreiðslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 15:27 Leifur B. Dagfinnsson er stofnandi og formaður stjórnar framleiðslufyrirtækisins True North. Aðsend Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis. Leifur segir ýmislegt í pípunum, í ljósi þess að stjórnvöld hafi í þetta í hyggju, en með stærri verkefnum er átt við tökur sem standa yfir í 30 daga eða lengur. „Það er eitt stórt kvikmyndaver sem hefur áhuga á því að koma hingað til lands með þekkta þáttseríu, sem gætu verið í 90 daga í tökum. Tökur á þeirri seríu myndu þá hefjast seint á þessu ári." sagði Leifur í viðtali í Bítinu í morgun. Með tökum hér á landi á þessari þekktu sjónvarpsseríu, gætu um það bil sjö til átta milljarðar skilað sér til landsins. Leifur vildi þó ekki gefa upp nafnið á seríunni. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Leif í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Ísland þurfi að verða samkeppnishæft „Núna höfum við tækifæri til þess að verða eins og Norður-Írland þar sem Northman var tekin upp. Sagan í þeirri mynd gerist að mestu leyti á Íslandi en hún er samt tekin 90 prósent upp í Írlandi af því þar er kvikmyndaver og aðstaða til staðar. Þess vegna þurfum við til að verða samkeppnishæfari með því að hækka endurgreiðsluna hér á landi.“ Segir Leifur og tekur fram að ýmis verkefni sitji á hliðarlínunni þangað til aukin endurgreiðsla verði samþykkt. Umfangið gríðarlegt Leifur tekur fram að um þrjú þúsund störf skapist á ári í þessum iðnaði, en með hækkun endurgreiðslunnar er séð fram á að sú tala fari upp í tíu þúsund. „Í svona verkefni þarf síðan allavega 6 þúsund fermetra af stúdíoplássi og 2-3 þúsund fermetra af skrifstofuhúsnæði.“ Leifur hafði jafnframt orð á því að íslenskt starfsfólk sé harðduglegt og hámenntað, maturinn óaðfinnanlegur og aðstæður til kvikmyndagerðar í raun til fyrirmyndar. Mörg járn í eldinum Heart of stone, Retreat og Washington Black eru dæmi um þáttaraðir sem hafa verið í bígerð hjá True North á þessu ári. Þá hefur efni fyrir Marvel karakter verið tekið upp hérlendis og að sögn Leifs er aldrei að vita hvort næsta Bond mynd verði tekin upp hér á landi. Það er því ljóst að gnægð spennandi efnis, sem tekið er upp á Íslandi, muni vera aðgengilegt í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á næstunni. Kvikmyndagerð á Íslandi Bítið Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bíó og sjónvarp Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Leifur segir ýmislegt í pípunum, í ljósi þess að stjórnvöld hafi í þetta í hyggju, en með stærri verkefnum er átt við tökur sem standa yfir í 30 daga eða lengur. „Það er eitt stórt kvikmyndaver sem hefur áhuga á því að koma hingað til lands með þekkta þáttseríu, sem gætu verið í 90 daga í tökum. Tökur á þeirri seríu myndu þá hefjast seint á þessu ári." sagði Leifur í viðtali í Bítinu í morgun. Með tökum hér á landi á þessari þekktu sjónvarpsseríu, gætu um það bil sjö til átta milljarðar skilað sér til landsins. Leifur vildi þó ekki gefa upp nafnið á seríunni. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Leif í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Ísland þurfi að verða samkeppnishæft „Núna höfum við tækifæri til þess að verða eins og Norður-Írland þar sem Northman var tekin upp. Sagan í þeirri mynd gerist að mestu leyti á Íslandi en hún er samt tekin 90 prósent upp í Írlandi af því þar er kvikmyndaver og aðstaða til staðar. Þess vegna þurfum við til að verða samkeppnishæfari með því að hækka endurgreiðsluna hér á landi.“ Segir Leifur og tekur fram að ýmis verkefni sitji á hliðarlínunni þangað til aukin endurgreiðsla verði samþykkt. Umfangið gríðarlegt Leifur tekur fram að um þrjú þúsund störf skapist á ári í þessum iðnaði, en með hækkun endurgreiðslunnar er séð fram á að sú tala fari upp í tíu þúsund. „Í svona verkefni þarf síðan allavega 6 þúsund fermetra af stúdíoplássi og 2-3 þúsund fermetra af skrifstofuhúsnæði.“ Leifur hafði jafnframt orð á því að íslenskt starfsfólk sé harðduglegt og hámenntað, maturinn óaðfinnanlegur og aðstæður til kvikmyndagerðar í raun til fyrirmyndar. Mörg járn í eldinum Heart of stone, Retreat og Washington Black eru dæmi um þáttaraðir sem hafa verið í bígerð hjá True North á þessu ári. Þá hefur efni fyrir Marvel karakter verið tekið upp hérlendis og að sögn Leifs er aldrei að vita hvort næsta Bond mynd verði tekin upp hér á landi. Það er því ljóst að gnægð spennandi efnis, sem tekið er upp á Íslandi, muni vera aðgengilegt í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á næstunni.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bítið Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bíó og sjónvarp Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira