Kominn til Þjóðkirkjunnar og fær 13,2 milljónir í biðlaun frá Ísafjarðarbæ Eiður Þór Árnason skrifar 14. júní 2022 13:07 Birgir Gunnarsson er rekstrarfræðingur og starfaði áður sem forstjóri Reykjalundar og Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Vísir/Vilhelm Birgir Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær greiddar 13,2 milljónir króna í biðlaun næstu sex mánuði ef tillaga bæjarráðs nær fram að ganga. Birgir lét af störfum við lok seinasta kjörtímabils og tók við sem framkvæmdastjóri rekstrarstofu Þjóðkirkjunnar fyrr í þessum mánuði. Þetta kemur fram í viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 en Bæjarins besta greindi fyrst frá upphæðinni. Í viðaukanum er vísað til ákvæðis í ráðningarsamningi Birgis frá árinu 2020 sem útlistar að bæjarstjóri fái greidd biðlaun í sex mánuði eftir að störfum hans ljúki. Ekki var gert ráð fyrir þessari fjárhæð í launaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir þetta ár og er því óskað eftir heimild í viðauka við fjárhagsáætlunina. Viðaukinn var lagður fram á fundi bæjarráðs í gær og bíður samþykkis bæjarstjórnar. Í viðaukanum er sömuleiðis gert ráð fyrir 15,5 milljóna króna hækkun á framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem er sagt standa undir biðlaununum Birgis og annarri kostnaðaraukningu. Í bókun bæjarráðs segir að í ljósi þessa sé ekki gert ráð fyrir því að viðbótarkostnaðurinn hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar á þessu ári. Byrjaði með 1,6 milljónir króna Greint var frá því þegar Birgir var ráðinn bæjarstjóri árið 2020 að hann fengi 1,6 milljón króna í laun á mánuði fyrir að gegna embættinu, að bifreiðastyrk meðtöldum. Þá átti að endurreikna launin í byrjun hvers árs til samræmis við breytingar á launavísitölu en vísitalan hækkaði um hátt í tuttugu prósent frá ársbyrjun 2020 til upphafs 2022. Fram kom í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í fyrra að Birgir væri efstur á lista yfir tekjuhæstu sveitarstjórnarmennina árið 2020. Miðað við greitt útsvar var hann þá að jafnaði með 3,1 milljón króna í tekjur á mánuði, samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar. Út frá því var Birgir meðal annars tekjuhærri en kollegar hans í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og á Akranesi. Birgir tók við bæjarstjórastólnum í Ísafjarðarbæ þann 1. mars 2020. Áætlaðar tekjur hans það ár eins og þær birtast í Tekjublaðinu endurspegla ekki endilega föst laun hans og geta litast af aukastörfum, hlunnindum vegna kaupréttarsamninga, bónusum og úttekt á séreignarsparnaði. Ísafjarðarbær Kjaramál Þjóðkirkjan Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 en Bæjarins besta greindi fyrst frá upphæðinni. Í viðaukanum er vísað til ákvæðis í ráðningarsamningi Birgis frá árinu 2020 sem útlistar að bæjarstjóri fái greidd biðlaun í sex mánuði eftir að störfum hans ljúki. Ekki var gert ráð fyrir þessari fjárhæð í launaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir þetta ár og er því óskað eftir heimild í viðauka við fjárhagsáætlunina. Viðaukinn var lagður fram á fundi bæjarráðs í gær og bíður samþykkis bæjarstjórnar. Í viðaukanum er sömuleiðis gert ráð fyrir 15,5 milljóna króna hækkun á framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem er sagt standa undir biðlaununum Birgis og annarri kostnaðaraukningu. Í bókun bæjarráðs segir að í ljósi þessa sé ekki gert ráð fyrir því að viðbótarkostnaðurinn hafi nein áhrif á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar á þessu ári. Byrjaði með 1,6 milljónir króna Greint var frá því þegar Birgir var ráðinn bæjarstjóri árið 2020 að hann fengi 1,6 milljón króna í laun á mánuði fyrir að gegna embættinu, að bifreiðastyrk meðtöldum. Þá átti að endurreikna launin í byrjun hvers árs til samræmis við breytingar á launavísitölu en vísitalan hækkaði um hátt í tuttugu prósent frá ársbyrjun 2020 til upphafs 2022. Fram kom í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í fyrra að Birgir væri efstur á lista yfir tekjuhæstu sveitarstjórnarmennina árið 2020. Miðað við greitt útsvar var hann þá að jafnaði með 3,1 milljón króna í tekjur á mánuði, samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar. Út frá því var Birgir meðal annars tekjuhærri en kollegar hans í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og á Akranesi. Birgir tók við bæjarstjórastólnum í Ísafjarðarbæ þann 1. mars 2020. Áætlaðar tekjur hans það ár eins og þær birtast í Tekjublaðinu endurspegla ekki endilega föst laun hans og geta litast af aukastörfum, hlunnindum vegna kaupréttarsamninga, bónusum og úttekt á séreignarsparnaði.
Ísafjarðarbær Kjaramál Þjóðkirkjan Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira