Skálar við meinta kynferðisafbrotamenn í svikapóstum Eiður Þór Árnason skrifar 13. júní 2022 17:32 Svikapóstarnir eru sendir í nafni Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Samsett Óprúttnir aðilar hafa sent út svikapósta í nafni ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytisins þar sem viðtakendur eru sakaðir um að hafa skoðað barnaníðsefni og þeim tilkynnt að fjölmiðlar verði upplýstir um sakargiftirnar. Í skeytinu er Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ranglega titluð sendandi og skilaboðin merkt lögreglu og íslenskum ráðuneytum. Embætti ríkislögreglustjóra vekur athygli á svikapóstinum og áréttar að skeytið sé alls ekki frá ríkislögreglustjóra. Þá eru viðtakendur varaðir við því að smella á hlekki og viðhengi sem fylgja póstunum og þeir hvattir til að merkja þá sem ruslpóst. Málið er til skoðunar hjá lögreglunni sem segist vinna að því að loka fyrir frekari falskar póstsendingar frá umræddum aðilum. Skeytið umrædda sem sent er sem viðhengi með svikapóstunum. Lögreglan „Mikilvægt er að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar,“ segir í tilkynningu á vef lögreglunnar. Í svikapóstinum eru viðtakendur beðnir um að svara tölvupóstinum innan þriggja sólarhringa. Umrætt skeyti er skrifað á heldur óþjálli íslensku og eru sterkar vísbendingar um að þýðingarforrit hafi verið notað til að þýða textann úr erlendu tungumáli, með heldur dræmum árangri. Þú verður skráður sem kynferðisafbrotamaður og skráin þín verður einnig send á ljósvakamiðla þar sem fjölskylda þín, ástvinir og allir aðrir sjá hvað þú ert að gera fyrir framan tölvuna þína. Nú hefur þér verið varað við. Skál, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri Lögreglumál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira
Í skeytinu er Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ranglega titluð sendandi og skilaboðin merkt lögreglu og íslenskum ráðuneytum. Embætti ríkislögreglustjóra vekur athygli á svikapóstinum og áréttar að skeytið sé alls ekki frá ríkislögreglustjóra. Þá eru viðtakendur varaðir við því að smella á hlekki og viðhengi sem fylgja póstunum og þeir hvattir til að merkja þá sem ruslpóst. Málið er til skoðunar hjá lögreglunni sem segist vinna að því að loka fyrir frekari falskar póstsendingar frá umræddum aðilum. Skeytið umrædda sem sent er sem viðhengi með svikapóstunum. Lögreglan „Mikilvægt er að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar,“ segir í tilkynningu á vef lögreglunnar. Í svikapóstinum eru viðtakendur beðnir um að svara tölvupóstinum innan þriggja sólarhringa. Umrætt skeyti er skrifað á heldur óþjálli íslensku og eru sterkar vísbendingar um að þýðingarforrit hafi verið notað til að þýða textann úr erlendu tungumáli, með heldur dræmum árangri. Þú verður skráður sem kynferðisafbrotamaður og skráin þín verður einnig send á ljósvakamiðla þar sem fjölskylda þín, ástvinir og allir aðrir sjá hvað þú ert að gera fyrir framan tölvuna þína. Nú hefur þér verið varað við. Skál, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri
Þú verður skráður sem kynferðisafbrotamaður og skráin þín verður einnig send á ljósvakamiðla þar sem fjölskylda þín, ástvinir og allir aðrir sjá hvað þú ert að gera fyrir framan tölvuna þína. Nú hefur þér verið varað við. Skál, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri
Lögreglumál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira