Fyrstu gæludýr úkraínskra flóttamanna koma til landsins í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2022 15:08 Úkraínskur maður klappar hundinum sínum í útjaðri Kænugarðs. Mynd tengist frétt ekki beint. Natacha Pisarenko/AP Tekið verður á móti tveimur hundum á nýrri einangrunarstöð Matvælastofnunar á Kjalarnesi í dag. Hundarnir tveir eru fyrstu gæludýrin í eigu flóttafólks frá Úkraínu sem tekið er á móti en von er á fleiri dýrum á komandi vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar í dag. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, veitti undanþágu í mars til að flóttafólk frá Úkraínu gæti tekið á móti gæludýrum sínum að lokinni nauðsynlegri einangrun, bólusetningum og meðhöndlun. Eftir framkvæmdir uppfyllir einangrunarstöðin á Kjalarnesi nú nauðsynleg skilyrði og getur tekið á móti fjórum köttum og 22 hundum. Þegar er búið að gefa út innflutningsleyfi og munu flest dýranna þurfa a.m.k. þriggja mánaða einangrun. Fólk beðið eftir opnun stöðvarinnar Í viðtali Stöðvar 2 við Hrund Hólm, deildarstjóra hjá inn- og útflutningsdeild Matvælastofnunar þann 2. júní síðastliðin kom fram að hátt í 70 einstaklingar höfðu áður haft samband við Matvælastofnun vegna málsins. „Sumt fólk hefur í rauninni bara verið að bíða eftir að þetta opni svo þau geti komið hingað,“ sagði Hrund um opnun einangrunarstöðvarinnar. Þó að fallið hafi verið frá ákveðnum skilyrðum verði ítrustu varúðar áfram gætt, meðal annars með tilliti til hundaæðis sem er víða í Úkraínu. Þá sagði hún það vera gríðarlega mikilvægt að fyrirbyggja að hingað berist smitsjúkdómar og því væri enginn afsláttur gefinn af heilbrigðisskilyrðum. Gæludýraeigendur geti loks átt endurfundi við dýrin sín Í tilkynningunni kemur fram að eftir komu dýranna fari fram ítarleg læknisskoðun innan þriggja daga, sýnatökur og bólusetningar eins og kveðið er á um í reglugerð. Auk þess að sinna fóðrun, þrifum, smitvörnum og eftirliti með heilsufari er einnig mikil áhersla lögð á að starfsfólk stöðvarinnar verji tíma með hverju dýri. „Það er góð tilhugsun að gæludýraeigendur frá Úkraínu geti nú átt endurfundi við dýrin sín eftir þær miklu raunir sem bæði menn og dýr hafa þurft að þola,“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Flóttafólk á Íslandi Gæludýr Úkraína Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, veitti undanþágu í mars til að flóttafólk frá Úkraínu gæti tekið á móti gæludýrum sínum að lokinni nauðsynlegri einangrun, bólusetningum og meðhöndlun. Eftir framkvæmdir uppfyllir einangrunarstöðin á Kjalarnesi nú nauðsynleg skilyrði og getur tekið á móti fjórum köttum og 22 hundum. Þegar er búið að gefa út innflutningsleyfi og munu flest dýranna þurfa a.m.k. þriggja mánaða einangrun. Fólk beðið eftir opnun stöðvarinnar Í viðtali Stöðvar 2 við Hrund Hólm, deildarstjóra hjá inn- og útflutningsdeild Matvælastofnunar þann 2. júní síðastliðin kom fram að hátt í 70 einstaklingar höfðu áður haft samband við Matvælastofnun vegna málsins. „Sumt fólk hefur í rauninni bara verið að bíða eftir að þetta opni svo þau geti komið hingað,“ sagði Hrund um opnun einangrunarstöðvarinnar. Þó að fallið hafi verið frá ákveðnum skilyrðum verði ítrustu varúðar áfram gætt, meðal annars með tilliti til hundaæðis sem er víða í Úkraínu. Þá sagði hún það vera gríðarlega mikilvægt að fyrirbyggja að hingað berist smitsjúkdómar og því væri enginn afsláttur gefinn af heilbrigðisskilyrðum. Gæludýraeigendur geti loks átt endurfundi við dýrin sín Í tilkynningunni kemur fram að eftir komu dýranna fari fram ítarleg læknisskoðun innan þriggja daga, sýnatökur og bólusetningar eins og kveðið er á um í reglugerð. Auk þess að sinna fóðrun, þrifum, smitvörnum og eftirliti með heilsufari er einnig mikil áhersla lögð á að starfsfólk stöðvarinnar verji tíma með hverju dýri. „Það er góð tilhugsun að gæludýraeigendur frá Úkraínu geti nú átt endurfundi við dýrin sín eftir þær miklu raunir sem bæði menn og dýr hafa þurft að þola,“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Flóttafólk á Íslandi Gæludýr Úkraína Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira