Innlent

Miklar tafir á Borgar­fjarðar­brú vegna elds í bíl

Árni Sæberg skrifar
Bíllinn var á suðurenda Borgarfjarðarbrúar þegar kviknaði í honum
Bíllinn var á suðurenda Borgarfjarðarbrúar þegar kviknaði í honum Stöð 2/Egill

Eldur komst í bíl á Borgarfjarðarbrú með þeim afleiðingum að umferð suður um Borgarnes nánast stöðvaðist. Bílaröð náði langt upp fyrir Borgarnes.

Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir í samtali við Rúv að engin slys hafi orðið á fólki en að umtalsverð umferðartepp hafi myndast enda hafi bíllinn verið á miðjum veginum við suðurenda Borgarfjarðarbrúar.

Í myndbandinu hér að neðan sést þegar slökkviliðsmenn draga bílinn af veginum eftir að þeir höfðu ráðið niðurlögum eldisins og hversu langt bílaröðin náði í gegnum Borgarnes frá brúnni.

Myndband frá Agli Heinesen.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.