Innlent

Von á viðsnúningi í veðri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það hefur verið ágætis veður í borginni undanfarna daga, en á morgun verður viðsnúningur.
Það hefur verið ágætis veður í borginni undanfarna daga, en á morgun verður viðsnúningur. Vísir/Vilhelm

Í dag stefnir í sæmilegasta veður til að halda upp á sjómannadaginn. Veðrið verður heldur skárra sunnanlands en norðan. Þetta mun þó snúast við á morgun.

Það er áframhaldandi norðlæg átt og væta með köflum fyrir norðan og austan og svalt í veðri, en styttir upp þar eftir hádegi.

Sunnan heiða verður að mestu þurrt og bjart með köflum, en líkur á stöku skúr seinni partinn. Hiti verður þar með besta móti eða upp í 19 stig.

Á morgun verður hins vegar algjör viðsnúningur á milli landshluta þegar snýst í suðaustlæga átt með rigningu sunnanalands og vestanlands og kólnar, en hlýnar fyrir norðan með þurru veðri lengst af. Jafnvel líkur á að sjái til sólar.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt 3-10 m/s, en vestan strekkingur með suðurströndinni. Súld eða dálítil rigning um landið norðan- og austanvert, en úrkomulítið þar eftir hádegi. Stöku skúrir á Suðurlandi. Hiti 4 til 10 stig fyrir norðan, en upp í 18 stig sunnanlands að deginum.

Sunnan og suðaustan 3-10 m/s á morgun og rigning, en skýjað og að mestu þurrt norðaustantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Sunnan og suðaustan 5-10 m/s og rigning, en skýjað og að mestu þurrt norðaustantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á þriðjudag:

Suðlæg átt 5-13 m/s og rigning eða skúrir. Úrkomulítið fyrir norðan og léttir til þar seinnipartinn. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Suðlæg átt, skýjað með köflum og skúrir um landið sunnan- og vestanvert, annars lengst af þurrt. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.

Á föstudag (lýðveldisdagurinn):

Norðvestlæg eða breytileg átt og skýjað fyrir norðan með smá vætu, en bjart með köflum syðra og víða útlit fyrir skúri. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast sunnantil.

Á laugardag:

Útlit fyrir suðvestlæga átt, úrkomulítið og hlýnar í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×