Dómur staðfestur í Bræðraborgarstígsmálinu Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 18:38 Landsréttur hefur staðfest dóm yfir Marek Moszczynski vegna íkveikjunnar á Bræðraborgarstíg í júní fyrir tæpum tveimur árum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm yfir Marek Moszczynski vegna íkveikjunnar á Bræðraborgarstíg í júní fyrir tæpum tveimur árum síðan þar sem þrír létust. Dómurinn felur í sér að hann muni sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Dómurinn féll í Landsrétti í dag en ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í september í fyrra. Kröfur ákæruvaldsins voru að dómurinn yrði staðfestur en hinn ákærði, Marek Mozczynski fór fram á sýknu en til vara að honum yrði hvorki gerð refsing né gert að sæta öryggisvistun. Tveir létust í brunanum sjálfum þann 25.júní fyrir tæpum tveimur árum síðan og þá lést kona af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Í dómi Landsréttar kemur fram að Marek hafi verið ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annari hæð hússins við Bræðraborgarstíg 1 og á tveimur stöðum í sameiginlegu rými á sömu hæð. Þá var Marek einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa slegið tvo lögreglumenn með gúmmímottu þar sem þeir voru við skyldustörf utandyra við rússneska sendiráðið. Í dómnum kemur ennfremur fram að Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að sannað væri að Marek hefði framið þau brot sem ákært væri fyrir. Ákæruvaldið undi niðurstöðu héraðsdóms um að ekki skyldi refsa Marek. Í ljósi alvarleika háttsemi hans og skýrslu matsmanna fyrir dómi og framburði geðlæknis fyrir Landsrétti kom ekki til greina að öryggisgæslan sem honum hafi verið ákveðin yrði felld niður. Marek var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta og sakarkostnaðs. Dóm Landsréttar má sjá hér. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Dómurinn féll í Landsrétti í dag en ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í september í fyrra. Kröfur ákæruvaldsins voru að dómurinn yrði staðfestur en hinn ákærði, Marek Mozczynski fór fram á sýknu en til vara að honum yrði hvorki gerð refsing né gert að sæta öryggisvistun. Tveir létust í brunanum sjálfum þann 25.júní fyrir tæpum tveimur árum síðan og þá lést kona af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Í dómi Landsréttar kemur fram að Marek hafi verið ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annari hæð hússins við Bræðraborgarstíg 1 og á tveimur stöðum í sameiginlegu rými á sömu hæð. Þá var Marek einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa slegið tvo lögreglumenn með gúmmímottu þar sem þeir voru við skyldustörf utandyra við rússneska sendiráðið. Í dómnum kemur ennfremur fram að Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að sannað væri að Marek hefði framið þau brot sem ákært væri fyrir. Ákæruvaldið undi niðurstöðu héraðsdóms um að ekki skyldi refsa Marek. Í ljósi alvarleika háttsemi hans og skýrslu matsmanna fyrir dómi og framburði geðlæknis fyrir Landsrétti kom ekki til greina að öryggisgæslan sem honum hafi verið ákveðin yrði felld niður. Marek var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta og sakarkostnaðs. Dóm Landsréttar má sjá hér.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira