„Öll umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 11:13 Daníel Orri Einarsson, formaður Frama. Vísir/Friðrik Þór Formaður félags leigubifreiðastjóra líst illa á allar breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur sem hann segir fullkomin eins og þau eru. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni á kerfið eins og það er í dag og telur hagsmuni neytenda best borgið með núverandi löggjöf. Innviðaráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur. Þar segir að markmiðið með lögunum sé að færa lög og reglur um leigubifreiðar til nútímalegra horfs og tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu. Þá er nýjum lögum ætlað að tryggja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, tjáði sig um málið í Bítinu í síðustu viku. Þar segir hann frumvarpið ekki vera ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri og vill ganga enn lengra. Lögin fullkomin eins og þau eru „Það eru margir sem eru að tjá sig um þetta sem að þekkja ekki starfsemina og eru ekki að gera neinum greiða með því,“ segir Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubifreiðastjóra. „Lög um leigubifreiðar er neytendavernd. Þegar þessi lög eru ekki virt þá er verið að eyðileggja neytendaverndina.“ Hann segir leigubílstjóra samt standa frammi fyrir skorti á bifreiðum og búi við kröpp kjör eins og staðan sé í dag. „Lögin um leigubíla eru fullkomin eins og þau eru og það á að virða þau og þetta tal um vistabönd er algjör della.“ Varðandi afnám skyldna um leigubifreðastöðvar og gjaldmæla til að færa þjónustuna í nútímalegra horf segir Daníel slíkar breytingar ekki vera til þess fallnar að bæta þjónustu eða neytendavernd. „Þessi lagabreyting er ekki að breyta einum eða tveimur þáttum sem ESA ályktunin benti á, heldur er verið að mölva allt og brjóta til þess að einhverjir aðrir geti komið inn á markaðinn og tekið hann af okkur.“ Þá segir Daníel leigubíla bjóða eins ódýrt verð og hægt sé. „Til að minnka kostnaðinn þarf að svindla og það er það sem þessir skutlarar gera, svinda á skatti, svindla á tryggingum og skráningum og þar með er verið að svindla á farþegum. Öll þessi umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að,“ sagði Daníel að lokum. Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Innviðaráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur. Þar segir að markmiðið með lögunum sé að færa lög og reglur um leigubifreiðar til nútímalegra horfs og tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu. Þá er nýjum lögum ætlað að tryggja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, tjáði sig um málið í Bítinu í síðustu viku. Þar segir hann frumvarpið ekki vera ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri og vill ganga enn lengra. Lögin fullkomin eins og þau eru „Það eru margir sem eru að tjá sig um þetta sem að þekkja ekki starfsemina og eru ekki að gera neinum greiða með því,“ segir Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubifreiðastjóra. „Lög um leigubifreiðar er neytendavernd. Þegar þessi lög eru ekki virt þá er verið að eyðileggja neytendaverndina.“ Hann segir leigubílstjóra samt standa frammi fyrir skorti á bifreiðum og búi við kröpp kjör eins og staðan sé í dag. „Lögin um leigubíla eru fullkomin eins og þau eru og það á að virða þau og þetta tal um vistabönd er algjör della.“ Varðandi afnám skyldna um leigubifreðastöðvar og gjaldmæla til að færa þjónustuna í nútímalegra horf segir Daníel slíkar breytingar ekki vera til þess fallnar að bæta þjónustu eða neytendavernd. „Þessi lagabreyting er ekki að breyta einum eða tveimur þáttum sem ESA ályktunin benti á, heldur er verið að mölva allt og brjóta til þess að einhverjir aðrir geti komið inn á markaðinn og tekið hann af okkur.“ Þá segir Daníel leigubíla bjóða eins ódýrt verð og hægt sé. „Til að minnka kostnaðinn þarf að svindla og það er það sem þessir skutlarar gera, svinda á skatti, svindla á tryggingum og skráningum og þar með er verið að svindla á farþegum. Öll þessi umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að,“ sagði Daníel að lokum.
Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45