Innlent

Styttist í bráða­birgða­niður­stöður vegna flug­slyssins á Þingvallavatni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjórir fórust í slysinu.
Fjórir fórust í slysinu. Vísir/Vilhelm

Rannsókn á flugslysinu á Þingvallavatni í febrúarmánuði er enn í fullum gangi.

Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir í samtali við Morgunblaðið að bráðabirgðaniðurstöður séu væntanlegar fljótlega og jafnvel í þessum mánuði. 

Fjórir fórust í slysinu en talið er að vélin hafi snertilent á ísilögðu vatninu og ísinn brotnað undan henni. 

Í framhaldinu hófust einar umfangsmestu björgunaraðgerðir síðari ára og komu um þúsund manns að þeim með einum eða öðrum hætti. 

Lík mannanna náðust á land nokkrum dögum eftir slysið en vélinni var síðan náð af botni vatnsins í apríl síðastliðnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×