Innlent

Ákærður fyrir tilraun til manndráps

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Málið kemur til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur
Málið kemur til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur Vísir/Vilhelm.

Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir árás fyrir framan skemmtistaðinn 203 Club í miðborg Reykjavíkur. Annar þeirra er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Líklegt er að skrúfjárni hafi verið beitt.

Sá sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps er sakaður um að hafa ítrekað veist að brotaþola með ítrekuðum höggum með óþekktu stunguvopnu, líklega skrúfjárni, í efri búk fórnarlambsins.

Hinn er ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa veist að sama manni með ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og efri hluta líkama hans.

Allt hafði þetta þær afleiðingar að maðurinn hlaut samfall á lungum beggja vegna, sár á framvegg brjóstkassa, mörg sár á bakvegg brjóstkassa, mar og yfirborðsáverka á höfði og dreifða yfirborðsáverka á líkama.

Þá er sá sem ákærður fyrir manndráp krafinn um 4,1 milljón í skaða- og miskabætur en hinn er krafinn um 900 þúsund krónur í skaðabætur.


Tengdar fréttir

Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina

Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×