Vinna ríkisstjórnarinnar ótrúverðug ef frumvarp Jóns nær fram að ganga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 12:59 Þórhildur Sunna vonar að stofnun nefndarinnar sé til marks um breytingar hjá ríkisstjórninni. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir að ríkisstjórnin geti ekki sett á fót ráðherranefnd sem endurskoða eigi útlendingamál á sama tíma og samþykkja eigi útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Forsætisráðherra segir að með nefndinni sé verið að setja útlendingamál í forgang. Forsætisráðuneytið tilkynnti í gær um stofnun tímabundinnar ráðherranefndar um málefni innflytjenda og flóttafólks. Hlutverk nefndarinnar verði að vinna markvisst að áherslum ríkisstjórnarinnar í málaflokkinum sem birtast í stjórnarsáttmála. „Þessi nefnd fer nú af stað og henni er ætlað að huga að bæði þeim sem koma hingað til að vinna, þeim sem eru að koma hingað í leit að alþjóðlegri vernd og líka bara hvernig við getum hugað að því að taka vel á móti fólki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Aðspurð hvort um stefnubreytingu í málaflokkinum væri að ræða sagði Katrín: „Þetta sýnir miklu heldur að við erum í raun og veru að forgangsraða þessum málefnum með því að setja niður sérstaka ráðherranefnd, þannig að við erum að vinna áfram út frá þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en erum að setja þetta ofar á dagskrána.“ Katrín Jakobsdóttir segir að verið sé að setja útlendingamál í ákveðinn forgang með stofnun ráðherranefndarinnar.Vísir/vilhelm Ótrúverðugt ef frumvarpið fer í gegn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að ríkisstjórnin geti ekki ráðist í endurbætur á málaflokkinum ef samþykkja eigi útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. „Það segir sig sjálft að ríkisstjórnin getur ekki skipað ráðherranefnd um heildarendurskoðun á þessum málaflokki og byrjað þá vinnu með því að keyra í gegn mjög umdeilt frumvarp sem þrengir verulega að réttindum þessa hóps sem ríkisstjórnin ætlar að skoða í því ljósi að þau séu mannauður og fengur, eins og þau lýstu í þessari yfirlýsingu,“ segir Þórhildur Sunna. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins um stofnun nefndarinnar segir: Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir m.a. að þátttaka fólks af erlendum uppruna auki fjölbreytileika, efli íslenskt samfélag og menningu og sé ein forsenda fyrir vexti efnahagslífsins. Tryggja þurfi að innflytjendur sem hér vilji búa og starfa fái tækifæri til aðlögunar og geti nýtt hæfileika sína og þekkingu. Þórhildur Sunna vonar að málið sé til marks um stefnubreytingu. „Ef það er byrjunarpunkturinn að samþykkja þessi ómannúðlegu lög, þá er skipun þessa starfshóps auðvitað bara einn ein smjörklípan til þess að beina athyglinni frá mannvonsku þessa frumvarps.“ Hún fái ekki annað séð en að falla verði frá frumvarpi dómsmálaráðherra. „Allt annað er ótrúverðugt varðandi þessa vinnu. Þau eru búin að velja að skipa starfshóp, þau geta ekki valið bæði,“ segir Þórhildur Sunna. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Tengdar fréttir Prestar innflytjenda segja ríkisstjórnina ætla að senda fólk á götuna Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna. 2. júní 2022 14:01 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 „Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Forsætisráðuneytið tilkynnti í gær um stofnun tímabundinnar ráðherranefndar um málefni innflytjenda og flóttafólks. Hlutverk nefndarinnar verði að vinna markvisst að áherslum ríkisstjórnarinnar í málaflokkinum sem birtast í stjórnarsáttmála. „Þessi nefnd fer nú af stað og henni er ætlað að huga að bæði þeim sem koma hingað til að vinna, þeim sem eru að koma hingað í leit að alþjóðlegri vernd og líka bara hvernig við getum hugað að því að taka vel á móti fólki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Aðspurð hvort um stefnubreytingu í málaflokkinum væri að ræða sagði Katrín: „Þetta sýnir miklu heldur að við erum í raun og veru að forgangsraða þessum málefnum með því að setja niður sérstaka ráðherranefnd, þannig að við erum að vinna áfram út frá þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en erum að setja þetta ofar á dagskrána.“ Katrín Jakobsdóttir segir að verið sé að setja útlendingamál í ákveðinn forgang með stofnun ráðherranefndarinnar.Vísir/vilhelm Ótrúverðugt ef frumvarpið fer í gegn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að ríkisstjórnin geti ekki ráðist í endurbætur á málaflokkinum ef samþykkja eigi útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. „Það segir sig sjálft að ríkisstjórnin getur ekki skipað ráðherranefnd um heildarendurskoðun á þessum málaflokki og byrjað þá vinnu með því að keyra í gegn mjög umdeilt frumvarp sem þrengir verulega að réttindum þessa hóps sem ríkisstjórnin ætlar að skoða í því ljósi að þau séu mannauður og fengur, eins og þau lýstu í þessari yfirlýsingu,“ segir Þórhildur Sunna. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins um stofnun nefndarinnar segir: Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir m.a. að þátttaka fólks af erlendum uppruna auki fjölbreytileika, efli íslenskt samfélag og menningu og sé ein forsenda fyrir vexti efnahagslífsins. Tryggja þurfi að innflytjendur sem hér vilji búa og starfa fái tækifæri til aðlögunar og geti nýtt hæfileika sína og þekkingu. Þórhildur Sunna vonar að málið sé til marks um stefnubreytingu. „Ef það er byrjunarpunkturinn að samþykkja þessi ómannúðlegu lög, þá er skipun þessa starfshóps auðvitað bara einn ein smjörklípan til þess að beina athyglinni frá mannvonsku þessa frumvarps.“ Hún fái ekki annað séð en að falla verði frá frumvarpi dómsmálaráðherra. „Allt annað er ótrúverðugt varðandi þessa vinnu. Þau eru búin að velja að skipa starfshóp, þau geta ekki valið bæði,“ segir Þórhildur Sunna.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir m.a. að þátttaka fólks af erlendum uppruna auki fjölbreytileika, efli íslenskt samfélag og menningu og sé ein forsenda fyrir vexti efnahagslífsins. Tryggja þurfi að innflytjendur sem hér vilji búa og starfa fái tækifæri til aðlögunar og geti nýtt hæfileika sína og þekkingu.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Tengdar fréttir Prestar innflytjenda segja ríkisstjórnina ætla að senda fólk á götuna Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna. 2. júní 2022 14:01 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 „Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Prestar innflytjenda segja ríkisstjórnina ætla að senda fólk á götuna Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna. 2. júní 2022 14:01
Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57
„Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13