Verkalýðsforingjar ekki hrifnir af óraunhæfum hugmyndum Simma Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júní 2022 16:33 Ragnar Þór Ingólfsson (t.v.), formaður VR, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, telja að hugmyndir Simma Vill um jafnaðarkaup komist seint inn í kjarasamninga launafólks. Vísir Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar telja hugmyndir athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar um jafnaðarkaup ekki vera raunhæfar. Langt sé í það að fólk samþykki slíkar breytingar. Í grein sem Sigmar birti á Vísi í gær stingur hann upp á því að afnema dag-, kvöld-, og helgarvinnutaxta og taka frekar upp grunntaxta. Honum þyki ósanngjarnt að mismuna fólki út frá því hvaða tíma dags það vinnur. Með breytingunni vilji hann jafna stöðu launamanna innan fyrirtækja og sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini. Sigmar er í forsvari fyrir Atvinnufjelagið sem eru hagsmunasamtök fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Foringjar innan verkalýðshreyfingarinnar telja hugmynd Simma ekki góða og telja litlar líkur á að þessi breyting nái einhvern tímann í gegn. „Það er náttúrulega ástæða fyrir því að fólk er að fá hærri greiðslur á óþægilegum vinnutímum, það er bæði til þess að fólk fáist til að starfa á þessum óþægilegu vinnutímum og eins til þess að bæta upp fyrir það að vera að vinna á óhefðbundnum vinnutímum. Þetta hefur verið stefið í kjarasamningum, bæði um yfirvinnu, eftirvinnu og vaktaálögum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. Fráleit hugmynd Kollegar hennar, þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, matvæla- og veitingafélags Íslands, taka undir orð Drífu og segja að markmiðið hjá Simma sé að lækka launakostnað, þrátt fyrir að hann haldi öðru fram til að byrja með. „Það er alveg ljóst að allar hugmyndir um það að fólk geti unnið dagvinnuna hvenær sem er sólarhringsins er ekki bara algjörlega fráleit hugmynd heldur líka mikil afturför í réttindabaráttu vinnandi fólks. Það gefur augaleið. Fólk var að vinna hér myrkranna milli áður fyrr á sama tímakaupi, þess vegna var yfirvinnunni komið á,“ segir Ragnar Þór. Ekki á stefnuskránni Óskar segir að hugmyndin vinni þvert gegn því sem verkalýðshreyfingarnar vinna að. „Ég held að verkalýðshreyfingin hafi ekki í heild sinni leitt hugann að hugmyndinni og hún hefur ekki verið á stefnuskránni hjá okkur og þetta hugnast okkur ekki.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Í grein sem Sigmar birti á Vísi í gær stingur hann upp á því að afnema dag-, kvöld-, og helgarvinnutaxta og taka frekar upp grunntaxta. Honum þyki ósanngjarnt að mismuna fólki út frá því hvaða tíma dags það vinnur. Með breytingunni vilji hann jafna stöðu launamanna innan fyrirtækja og sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini. Sigmar er í forsvari fyrir Atvinnufjelagið sem eru hagsmunasamtök fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Foringjar innan verkalýðshreyfingarinnar telja hugmynd Simma ekki góða og telja litlar líkur á að þessi breyting nái einhvern tímann í gegn. „Það er náttúrulega ástæða fyrir því að fólk er að fá hærri greiðslur á óþægilegum vinnutímum, það er bæði til þess að fólk fáist til að starfa á þessum óþægilegu vinnutímum og eins til þess að bæta upp fyrir það að vera að vinna á óhefðbundnum vinnutímum. Þetta hefur verið stefið í kjarasamningum, bæði um yfirvinnu, eftirvinnu og vaktaálögum og svo framvegis,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. Fráleit hugmynd Kollegar hennar, þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS, matvæla- og veitingafélags Íslands, taka undir orð Drífu og segja að markmiðið hjá Simma sé að lækka launakostnað, þrátt fyrir að hann haldi öðru fram til að byrja með. „Það er alveg ljóst að allar hugmyndir um það að fólk geti unnið dagvinnuna hvenær sem er sólarhringsins er ekki bara algjörlega fráleit hugmynd heldur líka mikil afturför í réttindabaráttu vinnandi fólks. Það gefur augaleið. Fólk var að vinna hér myrkranna milli áður fyrr á sama tímakaupi, þess vegna var yfirvinnunni komið á,“ segir Ragnar Þór. Ekki á stefnuskránni Óskar segir að hugmyndin vinni þvert gegn því sem verkalýðshreyfingarnar vinna að. „Ég held að verkalýðshreyfingin hafi ekki í heild sinni leitt hugann að hugmyndinni og hún hefur ekki verið á stefnuskránni hjá okkur og þetta hugnast okkur ekki.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum