Hugmyndir Simma fara illa í landsmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júní 2022 09:41 Í grein sem Sigmar Vilhjálmsson birti á Vísi í gær segist hann vilja jafna kaup fólks í dag-, kvöld- og helgarvinnu með svokölluðum grunntaxta. Hann segir núverandi launakerfi halla á fjölskyldur sem geta bara unnið á daginn. Aðsend Grein Sigmars Vilhjálmssonar, athafnamanns og formanns Atvinnufjelagsins, sem birtist á Vísi í gær virðist ekki hafa farið vel í landsmenn. Á netmiðlum hafa notendur keppst við að gagnrýna hugmyndir Sigmars og þurfti hann sjálfur að verja sig í kommentakerfum netmiðla. Í umræddri grein spurði Sigmar hvers vegna dagvinnufólk fengi lægri laun en þeir sem vinna um kvöld og helgar. Hann vill meina að fólki sé mismunað út frá hvaða tíma dags þeir vinna. „Fjölskyldufólk er í miklum meirihluta launamanna sem eiga erfiðara með að vinna kvöld og helgarvinnu. Þeim er mismunað vegna þessa kerfis. Álagið leggst ofan á dagvinnutaxtann sem viðkomandi er með. Það þarf ekki stærðfræðing til að reikna út að starfsmenn í aukavinnu t.d. með námi þurfa færri tíma til að ná sömu launum og launamenn sem vinna 100% dagvinnu. Það er ekki jafnræði,“ skrifar Sigmar. Jafna stöðu launamanna með grunntaxta Hann stingur upp á því að fyrstu átta tímar á vakt, óháð klukkan hvað þeir séu unnir, væru alltaf á sama kaupi, svokölluðum grunntaxta. „Með þessari hugmynd væri hægt að jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis. Þessi leið myndi sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini og gera Ísland samkeppnishæfara í ferðaþjónustu,“ skrifar Sigmar og vill meina að þessi hugmynd myndi breyta miklu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. „Það er alveg kominn tími til að lítil og meðalstór fyrirtæki fái sæti við kjarasamningsborðið og að kjarasamningar taki mið af raunheimum atvinnulífsins.“ Atvinnufjelagið sem Sigmar er í forsvari fyrir en nýstofnað félag sem vinnur að hagsmunum smærri og meðalstórra fyrirtækja. Samkvæmt vefsíðu þeirra er ætlunin að þétta raðirnar hjá launagreiðendum með skilvirkari hlutverkaskiptingu en nú er. Kommentakerfið og Twitter ósátt Í gærkvöldi birtist grein á DV með fyrirsögninni: „Simma finnst óréttlátt að fólk sem vinnur um kvöld og helgar fái meira borgað“ en Sigmari fannst fyrirsögnin ekki réttlát. Hann gagnrýndi hana á Instagram-síðu sinni í gær og sagði þetta vera „glatað take“ hjá miðlinum. Í kommentakerfi miðilsins sagði hann að fyrirsögnin ætti frekar að vera: „Simma finnst óréttlátt að dagvinnulaun skulu ekki vera hærri“ og skammaði aðra meðlimi kommentanna fyrir að kynna sér ekki málið áður en það drullaði yfir aðra. Hugmyndir Sigmars hafa ekki einungis náð til fólksins í kommentakerfinu heldur einnig til þeirra á Twitter. Þar hefur hann einnig verið gagnrýndur og kallaður öllum illum nöfnum. Umbunin er sú að vera í fríi á kvöldin og um helgar ya fargin idiot pic.twitter.com/Vj8BFU2Bxg— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) June 1, 2022 Hvernig ætlar Simmi að manna kvöld og næturvaktir hjá sér? Ætli allir séu á einhverju ógeðslegu jafnaðarkaupi hjá honum? pic.twitter.com/eYHRudaQ2o— Heiðar Heiðarsson (@Heidar_Heidars) June 1, 2022 Are the bourgeoisie okay? pic.twitter.com/iMmqjjQTLf— irikur Jónsson (@Eirikur_J) June 1, 2022 Þið munuð svara spurningunni mjög mismunandi ef:- x er lægstu löglegu laun.- x er miðgildislaun- sx er þrefalt hærri en hæsta útborgun sem þú hefur fengið.Vaktaálag og grunnlaun eru að sumu leyti talnaleikur. Oft gert ráð fyrir að engin fái bara grunnlaunin útborguð.— Orri Tómasson (@orritomasson) June 2, 2022 Ekki til að atvinnurekendur græði Sigmar svaraði fyrir greinina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði hann hugmyndina ekki koma til svo hann sem atvinnurekandi geti grætt meiri pening. „Það sem gerist er að í staðinn fyrir að við tölum um dagvinnutaxta, kvöldvinnutaxta og helgartaxta, þá tölum við bara um grunntaxta. Þá getum við hækkað grunntaxtann, þá getum við raunverulega loksins farið að hækka laun hjá þeim sem eru í hundrað prósent dagvinnu hjá okkur. Því það er mjög erfitt að hleypa því í launaskrið því það hækkar allt um 33 og 45 prósent um kvöldin og um helgar,“ segir Sigmar. Hann segir að þar sem hann sé atvinnurekandi að ræða þetta sé hann strax settur í dilk með að hann vilji maka krókinn meira. „Ég er að fást við það að fá og halda fólki í dagvinnu og það horfir upp á það að vera betur sett með að fá bara kvöld- og helgarvaktir. Þá get ég sofið aðeins lengur, ég er kannski B-týpa. Það hentar ekki fjölskyldufólki. Fjölskyldufólk sem vill eiga eðlilegt fjölskyldulíf á erfitt með að vinna kvöld og helgar til þess að hífa upp launin sín,“ segir Sigmar. Hugmyndin leiði til erfiðleika Arnar Kjartansson, nýútskrifaður viðskiptafræðingur, birti svar við grein Sigmars á Vísi í morgun. Þar segir hann að hugmyndir Sigmars muni líklegast leiða til hærri starfsmannaveltu, uppsagna og erfiðleika með að manna vaktir. „Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingageiranum sendi hér inn grein 1. júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktaálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingastöðum. Ég segi að þetta sé áhugavert þar sem að veitingageirinn er líklegast besta dæmi um af hverju launþegar fá þessi tilteknu launaálög. Það er vegna þess að lang mesta traffíkin inn á veitingastaði er einmitt á kvöldin og um helgar. Því er meira en eðlilegt að starfsmenn fái meiri laun fyrir meiri vinnu,“ skrifar Arnar. Kjaramál Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. 10. nóvember 2021 11:18 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Í umræddri grein spurði Sigmar hvers vegna dagvinnufólk fengi lægri laun en þeir sem vinna um kvöld og helgar. Hann vill meina að fólki sé mismunað út frá hvaða tíma dags þeir vinna. „Fjölskyldufólk er í miklum meirihluta launamanna sem eiga erfiðara með að vinna kvöld og helgarvinnu. Þeim er mismunað vegna þessa kerfis. Álagið leggst ofan á dagvinnutaxtann sem viðkomandi er með. Það þarf ekki stærðfræðing til að reikna út að starfsmenn í aukavinnu t.d. með námi þurfa færri tíma til að ná sömu launum og launamenn sem vinna 100% dagvinnu. Það er ekki jafnræði,“ skrifar Sigmar. Jafna stöðu launamanna með grunntaxta Hann stingur upp á því að fyrstu átta tímar á vakt, óháð klukkan hvað þeir séu unnir, væru alltaf á sama kaupi, svokölluðum grunntaxta. „Með þessari hugmynd væri hægt að jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis. Þessi leið myndi sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini og gera Ísland samkeppnishæfara í ferðaþjónustu,“ skrifar Sigmar og vill meina að þessi hugmynd myndi breyta miklu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. „Það er alveg kominn tími til að lítil og meðalstór fyrirtæki fái sæti við kjarasamningsborðið og að kjarasamningar taki mið af raunheimum atvinnulífsins.“ Atvinnufjelagið sem Sigmar er í forsvari fyrir en nýstofnað félag sem vinnur að hagsmunum smærri og meðalstórra fyrirtækja. Samkvæmt vefsíðu þeirra er ætlunin að þétta raðirnar hjá launagreiðendum með skilvirkari hlutverkaskiptingu en nú er. Kommentakerfið og Twitter ósátt Í gærkvöldi birtist grein á DV með fyrirsögninni: „Simma finnst óréttlátt að fólk sem vinnur um kvöld og helgar fái meira borgað“ en Sigmari fannst fyrirsögnin ekki réttlát. Hann gagnrýndi hana á Instagram-síðu sinni í gær og sagði þetta vera „glatað take“ hjá miðlinum. Í kommentakerfi miðilsins sagði hann að fyrirsögnin ætti frekar að vera: „Simma finnst óréttlátt að dagvinnulaun skulu ekki vera hærri“ og skammaði aðra meðlimi kommentanna fyrir að kynna sér ekki málið áður en það drullaði yfir aðra. Hugmyndir Sigmars hafa ekki einungis náð til fólksins í kommentakerfinu heldur einnig til þeirra á Twitter. Þar hefur hann einnig verið gagnrýndur og kallaður öllum illum nöfnum. Umbunin er sú að vera í fríi á kvöldin og um helgar ya fargin idiot pic.twitter.com/Vj8BFU2Bxg— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) June 1, 2022 Hvernig ætlar Simmi að manna kvöld og næturvaktir hjá sér? Ætli allir séu á einhverju ógeðslegu jafnaðarkaupi hjá honum? pic.twitter.com/eYHRudaQ2o— Heiðar Heiðarsson (@Heidar_Heidars) June 1, 2022 Are the bourgeoisie okay? pic.twitter.com/iMmqjjQTLf— irikur Jónsson (@Eirikur_J) June 1, 2022 Þið munuð svara spurningunni mjög mismunandi ef:- x er lægstu löglegu laun.- x er miðgildislaun- sx er þrefalt hærri en hæsta útborgun sem þú hefur fengið.Vaktaálag og grunnlaun eru að sumu leyti talnaleikur. Oft gert ráð fyrir að engin fái bara grunnlaunin útborguð.— Orri Tómasson (@orritomasson) June 2, 2022 Ekki til að atvinnurekendur græði Sigmar svaraði fyrir greinina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði hann hugmyndina ekki koma til svo hann sem atvinnurekandi geti grætt meiri pening. „Það sem gerist er að í staðinn fyrir að við tölum um dagvinnutaxta, kvöldvinnutaxta og helgartaxta, þá tölum við bara um grunntaxta. Þá getum við hækkað grunntaxtann, þá getum við raunverulega loksins farið að hækka laun hjá þeim sem eru í hundrað prósent dagvinnu hjá okkur. Því það er mjög erfitt að hleypa því í launaskrið því það hækkar allt um 33 og 45 prósent um kvöldin og um helgar,“ segir Sigmar. Hann segir að þar sem hann sé atvinnurekandi að ræða þetta sé hann strax settur í dilk með að hann vilji maka krókinn meira. „Ég er að fást við það að fá og halda fólki í dagvinnu og það horfir upp á það að vera betur sett með að fá bara kvöld- og helgarvaktir. Þá get ég sofið aðeins lengur, ég er kannski B-týpa. Það hentar ekki fjölskyldufólki. Fjölskyldufólk sem vill eiga eðlilegt fjölskyldulíf á erfitt með að vinna kvöld og helgar til þess að hífa upp launin sín,“ segir Sigmar. Hugmyndin leiði til erfiðleika Arnar Kjartansson, nýútskrifaður viðskiptafræðingur, birti svar við grein Sigmars á Vísi í morgun. Þar segir hann að hugmyndir Sigmars muni líklegast leiða til hærri starfsmannaveltu, uppsagna og erfiðleika með að manna vaktir. „Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingageiranum sendi hér inn grein 1. júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktaálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingastöðum. Ég segi að þetta sé áhugavert þar sem að veitingageirinn er líklegast besta dæmi um af hverju launþegar fá þessi tilteknu launaálög. Það er vegna þess að lang mesta traffíkin inn á veitingastaði er einmitt á kvöldin og um helgar. Því er meira en eðlilegt að starfsmenn fái meiri laun fyrir meiri vinnu,“ skrifar Arnar.
Kjaramál Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. 10. nóvember 2021 11:18 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. 10. nóvember 2021 11:18
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels