Prestar innflytjenda segja ríkisstjórnina ætla að senda fólk á götuna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júní 2022 14:01 Prestarnir Ása Laufey Sæmundsdóttir og Toshiki Toma skrifa undir umsögina. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á útlendingalögum sem sætt hefur gagnrýni prestastéttarinnar. aðsend/vísir Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna. Ása Laufey Sæmundsdóttir og Toshiki Toma, prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni skrifa undir umsögnina en athugasemdir hennar segja þau grundvallast á kirkjulegum sjónarmiðum og byggjast á raunveruleika fólks sem óskar eftir vernd á Íslandi. Hagsmunir ríkisstjórnarinnar í fyrirrúmi Umsögnin snýr aðallega að þeim greinum frumvarpsins þar sem kveðið er á um 30 daga frest flóttafólks til að koma sér úr landi eftir endanlega synjun á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd. Í þessum greinum er jafnframt lagt til að útlendingur skuli ekki teljast umsækjandi um alþjóðlega vernd þegar hann hefur fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi. Prestarnir telja tilgang þessara breytinga skýran, að gera þá sem hafa fengið endanlega synjun á stjórnsýslustigi að „ólöglegum útlendingum“ sem íslenska ríkið sé ekki lengur skyldugt til að sjá um. Þeir telja breytingartillöguna, sem snýr að lagaákvæðum um efnismeðferð umsókna um alþjóðlega vernd, einfaldlega þýða að lögin útiloki umsækjanda sem þegar hefur öðlast vernd í öðru ríki frá því að fá efnislega meðferð á umsókn sinni hérlendis. Þessi breyting byggist á hagsmunum ríkisstjórnarinnar en ekki á hlutlausum skilningi á aðstæðum flóttafólks í Evrópu eða virðingu fyrir mannréttindum þeirra. „Hvernig sér manneskja fyrir sér hafi hún ekki framfærslu og húsaskjól?“ spyrja prestarnir og minna á synjun Útlendingastofnunar á umsóknum tugum umsækjenda um alþjóðlega vernd sumarið 2021. „Það vakti gríðarlega óánægju almennings í samfélaginu“ segir í umsögninni Brjóti gegn kristilegu siðgæði og miskunnarsemi Prestarnir lýsa því yfir að þessi breyting brjóti í bága við kristilegt siðgæði og miskunnsemi. „Afleiðingarnar eru ófyrirséðar, en afar dýrkeyptar fyrir fólk sem fór ekki sjálfviljugt frá sínu heimalandi, heldur var að flýja óþolandi og óbærilegar aðstæður. Okkur þykir ljóst að verði þessi málsliður samþykktur muni íslenska ríkið brjóta gegn þeim mannréttindasáttmálum sem stjórnvöld hafa heitið að virða.“ segir í umsögninni Þá er lagt er til að dómstólar meti réttmæti synjunar frekar en Útlendingastofnun eða Kærunefnd útlendingamála. „Jafnvel þótt við viðurkennum nauðsyn þess að setja takmarkanir á réttindi umsækjanda um alþjóðlega vernd sem hefur fengið endanlega synjun, teljum við nauðsynlegt að þriðji aðili, t.d. héraðsdómur, dæmi um hvort takmörkunin sé rétt og sanngjörn eða ekki. Slíkur dómur ætti ekki að vera í höndum framkvæmdaraðila eins og Útlendingastofnunnar, að okkar mati.“ Stuðningur prestanna við góða og ítarlega umsögn Rauða Krossins um frumvarpið ítrekaður að öðru leyti. „Bæn okkar er sú að Guð blessi Alþingi íslendinga og mikilvæg störf þess.“ segir að lokum. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þjóðkirkjan Hælisleitendur Tengdar fréttir Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26 Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23 Fjórtán samtök kalla eftir samráði við breytingar á útlendingafrumvarpi Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. 19. maí 2022 17:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Ása Laufey Sæmundsdóttir og Toshiki Toma, prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni skrifa undir umsögnina en athugasemdir hennar segja þau grundvallast á kirkjulegum sjónarmiðum og byggjast á raunveruleika fólks sem óskar eftir vernd á Íslandi. Hagsmunir ríkisstjórnarinnar í fyrirrúmi Umsögnin snýr aðallega að þeim greinum frumvarpsins þar sem kveðið er á um 30 daga frest flóttafólks til að koma sér úr landi eftir endanlega synjun á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd. Í þessum greinum er jafnframt lagt til að útlendingur skuli ekki teljast umsækjandi um alþjóðlega vernd þegar hann hefur fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi. Prestarnir telja tilgang þessara breytinga skýran, að gera þá sem hafa fengið endanlega synjun á stjórnsýslustigi að „ólöglegum útlendingum“ sem íslenska ríkið sé ekki lengur skyldugt til að sjá um. Þeir telja breytingartillöguna, sem snýr að lagaákvæðum um efnismeðferð umsókna um alþjóðlega vernd, einfaldlega þýða að lögin útiloki umsækjanda sem þegar hefur öðlast vernd í öðru ríki frá því að fá efnislega meðferð á umsókn sinni hérlendis. Þessi breyting byggist á hagsmunum ríkisstjórnarinnar en ekki á hlutlausum skilningi á aðstæðum flóttafólks í Evrópu eða virðingu fyrir mannréttindum þeirra. „Hvernig sér manneskja fyrir sér hafi hún ekki framfærslu og húsaskjól?“ spyrja prestarnir og minna á synjun Útlendingastofnunar á umsóknum tugum umsækjenda um alþjóðlega vernd sumarið 2021. „Það vakti gríðarlega óánægju almennings í samfélaginu“ segir í umsögninni Brjóti gegn kristilegu siðgæði og miskunnarsemi Prestarnir lýsa því yfir að þessi breyting brjóti í bága við kristilegt siðgæði og miskunnsemi. „Afleiðingarnar eru ófyrirséðar, en afar dýrkeyptar fyrir fólk sem fór ekki sjálfviljugt frá sínu heimalandi, heldur var að flýja óþolandi og óbærilegar aðstæður. Okkur þykir ljóst að verði þessi málsliður samþykktur muni íslenska ríkið brjóta gegn þeim mannréttindasáttmálum sem stjórnvöld hafa heitið að virða.“ segir í umsögninni Þá er lagt er til að dómstólar meti réttmæti synjunar frekar en Útlendingastofnun eða Kærunefnd útlendingamála. „Jafnvel þótt við viðurkennum nauðsyn þess að setja takmarkanir á réttindi umsækjanda um alþjóðlega vernd sem hefur fengið endanlega synjun, teljum við nauðsynlegt að þriðji aðili, t.d. héraðsdómur, dæmi um hvort takmörkunin sé rétt og sanngjörn eða ekki. Slíkur dómur ætti ekki að vera í höndum framkvæmdaraðila eins og Útlendingastofnunnar, að okkar mati.“ Stuðningur prestanna við góða og ítarlega umsögn Rauða Krossins um frumvarpið ítrekaður að öðru leyti. „Bæn okkar er sú að Guð blessi Alþingi íslendinga og mikilvæg störf þess.“ segir að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þjóðkirkjan Hælisleitendur Tengdar fréttir Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26 Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23 Fjórtán samtök kalla eftir samráði við breytingar á útlendingafrumvarpi Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. 19. maí 2022 17:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26
Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23
Fjórtán samtök kalla eftir samráði við breytingar á útlendingafrumvarpi Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. 19. maí 2022 17:30