Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Sigmar Vilhjálmsson skrifar 1. júní 2022 15:01 Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. Það er óréttlátt gagnvart þeim launamönnum sem geta ekki unnið um kvöld og helgar. Fjölskyldufólk er í miklum meirihluta launamanna sem eiga erfiðara með að vinna kvöld og helgarvinnu. Þeim er mismunað vegna þessa kerfis. Álagið leggst ofan á dagvinnutaxtann sem viðkomandi er með. Það þarf ekki stærðfræðing til að reikna út að starfsmenn í aukavinnu t.d. með námi þurfa færri tíma til að ná sömu launum og launamenn sem vinna 100% dagvinnu. Það er ekki jafnræði. Færst hefur í aukana að einstaklingar vilji frekar vinna seinnipart, kvöld og helgarvinnu í stað dagvinnu. Því ættu þeir launamenn að fá hærri laun en þeir sem vinna á daginn fyrir sama starf? Það er ekki jafnræði, sérstaklega ef það er val viðkomandi launamanns að vinna á kvöldin og um helgar. Atvinnulífið hefur breyst mikið á síðustu árum m.a. með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan sefur aldrei. Það er því alveg kominn tími til að endurskoða nálgun á þetta launakerfi. Með því að horfa á vaktir, óháð tíma, óháð virkum dögum eða helgum þá væri hægt að leggja áherslu á dagvinnutaxta og um leið einfalda alla umræðu í kjarasamningum. Hægt væri að nálgast málið með því að segja að fyrstu 8 tímar á vakt, óháð tíma eru á dagvinnutaxta, sem væri því kallaður einfaldlega: GRUNNTAXTI. Undanskilið væri helgidagar (rauðir dagar) og næturvinna. Með þessari hugmynd væri hægt að jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis. Þessi leið myndi sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini og gera Ísland samkeppnishæfara í ferðaþjónustu. Þessi hugmynd myndi breyta mjög miklu fyrir L&M stór fyrirtæki á Íslandi sem eru ekki síst í samkeppni í að veita góða þjónustu. Enda þjónustustig L&M stórra fyrirtækja töluvert hærra en hjá opinberum fyrirtækjum og hjá stórfyrirtækjum. Þessi hugmynd jafnar stöðu launamanna sem ætti að vera keppikefli verkalýðshreyfingarinnar. Það er alveg kominn tími til að kjarasamningar horfi til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, enda er um að ræða 70% af launþegum og 99% allra fyrirtækja hér á landi. Það er alveg kominn tími til að lítil og meðalstór fyrirtæki fái sæti við kjarasamningsborðið og að kjarasamningar taki mið af raunheimum atvinnulífsins. Til eigenda fyrirtækja: Öll fyrirtæki sem eru ekki skráð í neitt félag ber, samkvæmt lögum, að fylgja þeim kjarasamningum sem Samtök Atvinnulífsins gera þó að fyrirtækið þitt sé ekki skráð í neitt félag. Það er því mikilvægt að skrá fyrirtækið í Atvinnufjelagið strax til að ná fram breytingum á www.afj.is Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. Það er óréttlátt gagnvart þeim launamönnum sem geta ekki unnið um kvöld og helgar. Fjölskyldufólk er í miklum meirihluta launamanna sem eiga erfiðara með að vinna kvöld og helgarvinnu. Þeim er mismunað vegna þessa kerfis. Álagið leggst ofan á dagvinnutaxtann sem viðkomandi er með. Það þarf ekki stærðfræðing til að reikna út að starfsmenn í aukavinnu t.d. með námi þurfa færri tíma til að ná sömu launum og launamenn sem vinna 100% dagvinnu. Það er ekki jafnræði. Færst hefur í aukana að einstaklingar vilji frekar vinna seinnipart, kvöld og helgarvinnu í stað dagvinnu. Því ættu þeir launamenn að fá hærri laun en þeir sem vinna á daginn fyrir sama starf? Það er ekki jafnræði, sérstaklega ef það er val viðkomandi launamanns að vinna á kvöldin og um helgar. Atvinnulífið hefur breyst mikið á síðustu árum m.a. með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan sefur aldrei. Það er því alveg kominn tími til að endurskoða nálgun á þetta launakerfi. Með því að horfa á vaktir, óháð tíma, óháð virkum dögum eða helgum þá væri hægt að leggja áherslu á dagvinnutaxta og um leið einfalda alla umræðu í kjarasamningum. Hægt væri að nálgast málið með því að segja að fyrstu 8 tímar á vakt, óháð tíma eru á dagvinnutaxta, sem væri því kallaður einfaldlega: GRUNNTAXTI. Undanskilið væri helgidagar (rauðir dagar) og næturvinna. Með þessari hugmynd væri hægt að jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis. Þessi leið myndi sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini og gera Ísland samkeppnishæfara í ferðaþjónustu. Þessi hugmynd myndi breyta mjög miklu fyrir L&M stór fyrirtæki á Íslandi sem eru ekki síst í samkeppni í að veita góða þjónustu. Enda þjónustustig L&M stórra fyrirtækja töluvert hærra en hjá opinberum fyrirtækjum og hjá stórfyrirtækjum. Þessi hugmynd jafnar stöðu launamanna sem ætti að vera keppikefli verkalýðshreyfingarinnar. Það er alveg kominn tími til að kjarasamningar horfi til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, enda er um að ræða 70% af launþegum og 99% allra fyrirtækja hér á landi. Það er alveg kominn tími til að lítil og meðalstór fyrirtæki fái sæti við kjarasamningsborðið og að kjarasamningar taki mið af raunheimum atvinnulífsins. Til eigenda fyrirtækja: Öll fyrirtæki sem eru ekki skráð í neitt félag ber, samkvæmt lögum, að fylgja þeim kjarasamningum sem Samtök Atvinnulífsins gera þó að fyrirtækið þitt sé ekki skráð í neitt félag. Það er því mikilvægt að skrá fyrirtækið í Atvinnufjelagið strax til að ná fram breytingum á www.afj.is Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar