„Hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2022 10:30 Bryndís fór í meðferð en María hætti sjálf að drekka aðeins 19 ára. Þær Bryndís Morrison og María Kaldalón eiga það sameiginlegt að hafa hætt að drekka og hafa þær báðar komist að því að lífið var þá ekki búið, þvert á það sem þær héldu að myndi gerast. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Taka tvö og er það um edrúmennskuna. „Þetta var bara þannig að ég var farin að drekka allar helgar og virka daga líka og var komin á rosalega vondan stað en þarna er ég aðeins 21 árs. Ég var farin að drekka ein og farin að fara á frekar skuggalega staði. Það var í raun ekkert eftir en að fara á Vog og játa mig sigraða,“ segir Bryndís sem náði botninum þegar hún var stödd í teiti og þar tók einn ungur drengur of stóran skammt. Hún var sjálf lögð í einelti þegar hún var yngri og segist hafa réttlætt drykkjuna með sjálfsvorkunn. „En ég fór bara að taka ábyrgð á áföllunum mínum og fór í áfallameðferð, svo flutti ég í mína eigin íbúð og tók ábyrgð á fjármálunum mínum og er í skóla í dag og í framkvæmdarstjórn SÁÁ. Ég er að gera hluti sem mig dreymdi um að gera af því að ég tók ábyrgð á sjúkdóminum mínum,“ segir Bryndís. Alltaf að brjóta loforðin Saga Maríu er ólík. Hún fór aldrei í meðferð, hætti sjálf en upplifun þeirra af fíkninni er þó svipuð. „Ég byrja frekar ung að drekka og það verður fljótlega lausn á mínu andlega ástandi. Ég finn að ef mér líður einhvern veginn þá get ég slökkt á því með því að drekka. Mér líður betur í eigin skinni þegar ég er undir áhrifum og það verður nýja normið mjög hratt. Þessi sjúkdómur þróast mjög hratt hjá mér og ég er að verða nítján ára gömul þegar ég ákveð að verða edrú og þá var ég búin að drekka í nokkur ár,“ segir María sem varð ekki fyrir áföllum áður en hún fór að drekka en þau komu aftur á móti í drykkjunni þó hún vilji ekki fara nánar út í það. „Ég var alltaf að lofa sjálfri mér að drekka ekki á morgun eða fá mér bara einn í kvöld og var alltaf að brjóta þessi loforð. Þetta fór rosalega hratt að eyða niður sjálfsmyndinni og fór að valda mjög mikilli vanlíðan. Ég hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka, en ég gerði það samt svo mikil var þörfin,“ segir María. „Ég upplifði það þannig að allir dagar yrði bara mánudagar og soðin ýsa. Ég kæmist aldrei aftur á Þjóðhátíð og kæmist aldrei aftur að skemmta mér á B5 og ég yrði aldrei aftur í tísku, það var svona mín upplifun. Að enginn myndi vilja tala við mig aftur út af því að áfengið var tekið í burtu og þá yrði ég ekki skemmtileg aftur,“ segir Bryndís og heldur áfram. „Allt í einu átti ég alltaf pening og alveg út mánuðinn. Ég fór að eyða meiri tíma með litla bróðir mínum og samskiptin við foreldra mína fóru að lagast og svona litlir hlutir í kringum mig fóru að raðast frekar fallega. Maður leit alltaf betur út og húðin var fallegri og ég bara hugsaði, ó þetta er allt í lagi,“ segir Bryndís en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Þetta var bara þannig að ég var farin að drekka allar helgar og virka daga líka og var komin á rosalega vondan stað en þarna er ég aðeins 21 árs. Ég var farin að drekka ein og farin að fara á frekar skuggalega staði. Það var í raun ekkert eftir en að fara á Vog og játa mig sigraða,“ segir Bryndís sem náði botninum þegar hún var stödd í teiti og þar tók einn ungur drengur of stóran skammt. Hún var sjálf lögð í einelti þegar hún var yngri og segist hafa réttlætt drykkjuna með sjálfsvorkunn. „En ég fór bara að taka ábyrgð á áföllunum mínum og fór í áfallameðferð, svo flutti ég í mína eigin íbúð og tók ábyrgð á fjármálunum mínum og er í skóla í dag og í framkvæmdarstjórn SÁÁ. Ég er að gera hluti sem mig dreymdi um að gera af því að ég tók ábyrgð á sjúkdóminum mínum,“ segir Bryndís. Alltaf að brjóta loforðin Saga Maríu er ólík. Hún fór aldrei í meðferð, hætti sjálf en upplifun þeirra af fíkninni er þó svipuð. „Ég byrja frekar ung að drekka og það verður fljótlega lausn á mínu andlega ástandi. Ég finn að ef mér líður einhvern veginn þá get ég slökkt á því með því að drekka. Mér líður betur í eigin skinni þegar ég er undir áhrifum og það verður nýja normið mjög hratt. Þessi sjúkdómur þróast mjög hratt hjá mér og ég er að verða nítján ára gömul þegar ég ákveð að verða edrú og þá var ég búin að drekka í nokkur ár,“ segir María sem varð ekki fyrir áföllum áður en hún fór að drekka en þau komu aftur á móti í drykkjunni þó hún vilji ekki fara nánar út í það. „Ég var alltaf að lofa sjálfri mér að drekka ekki á morgun eða fá mér bara einn í kvöld og var alltaf að brjóta þessi loforð. Þetta fór rosalega hratt að eyða niður sjálfsmyndinni og fór að valda mjög mikilli vanlíðan. Ég hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka, en ég gerði það samt svo mikil var þörfin,“ segir María. „Ég upplifði það þannig að allir dagar yrði bara mánudagar og soðin ýsa. Ég kæmist aldrei aftur á Þjóðhátíð og kæmist aldrei aftur að skemmta mér á B5 og ég yrði aldrei aftur í tísku, það var svona mín upplifun. Að enginn myndi vilja tala við mig aftur út af því að áfengið var tekið í burtu og þá yrði ég ekki skemmtileg aftur,“ segir Bryndís og heldur áfram. „Allt í einu átti ég alltaf pening og alveg út mánuðinn. Ég fór að eyða meiri tíma með litla bróðir mínum og samskiptin við foreldra mína fóru að lagast og svona litlir hlutir í kringum mig fóru að raðast frekar fallega. Maður leit alltaf betur út og húðin var fallegri og ég bara hugsaði, ó þetta er allt í lagi,“ segir Bryndís en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira