„Hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2022 10:30 Bryndís fór í meðferð en María hætti sjálf að drekka aðeins 19 ára. Þær Bryndís Morrison og María Kaldalón eiga það sameiginlegt að hafa hætt að drekka og hafa þær báðar komist að því að lífið var þá ekki búið, þvert á það sem þær héldu að myndi gerast. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Taka tvö og er það um edrúmennskuna. „Þetta var bara þannig að ég var farin að drekka allar helgar og virka daga líka og var komin á rosalega vondan stað en þarna er ég aðeins 21 árs. Ég var farin að drekka ein og farin að fara á frekar skuggalega staði. Það var í raun ekkert eftir en að fara á Vog og játa mig sigraða,“ segir Bryndís sem náði botninum þegar hún var stödd í teiti og þar tók einn ungur drengur of stóran skammt. Hún var sjálf lögð í einelti þegar hún var yngri og segist hafa réttlætt drykkjuna með sjálfsvorkunn. „En ég fór bara að taka ábyrgð á áföllunum mínum og fór í áfallameðferð, svo flutti ég í mína eigin íbúð og tók ábyrgð á fjármálunum mínum og er í skóla í dag og í framkvæmdarstjórn SÁÁ. Ég er að gera hluti sem mig dreymdi um að gera af því að ég tók ábyrgð á sjúkdóminum mínum,“ segir Bryndís. Alltaf að brjóta loforðin Saga Maríu er ólík. Hún fór aldrei í meðferð, hætti sjálf en upplifun þeirra af fíkninni er þó svipuð. „Ég byrja frekar ung að drekka og það verður fljótlega lausn á mínu andlega ástandi. Ég finn að ef mér líður einhvern veginn þá get ég slökkt á því með því að drekka. Mér líður betur í eigin skinni þegar ég er undir áhrifum og það verður nýja normið mjög hratt. Þessi sjúkdómur þróast mjög hratt hjá mér og ég er að verða nítján ára gömul þegar ég ákveð að verða edrú og þá var ég búin að drekka í nokkur ár,“ segir María sem varð ekki fyrir áföllum áður en hún fór að drekka en þau komu aftur á móti í drykkjunni þó hún vilji ekki fara nánar út í það. „Ég var alltaf að lofa sjálfri mér að drekka ekki á morgun eða fá mér bara einn í kvöld og var alltaf að brjóta þessi loforð. Þetta fór rosalega hratt að eyða niður sjálfsmyndinni og fór að valda mjög mikilli vanlíðan. Ég hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka, en ég gerði það samt svo mikil var þörfin,“ segir María. „Ég upplifði það þannig að allir dagar yrði bara mánudagar og soðin ýsa. Ég kæmist aldrei aftur á Þjóðhátíð og kæmist aldrei aftur að skemmta mér á B5 og ég yrði aldrei aftur í tísku, það var svona mín upplifun. Að enginn myndi vilja tala við mig aftur út af því að áfengið var tekið í burtu og þá yrði ég ekki skemmtileg aftur,“ segir Bryndís og heldur áfram. „Allt í einu átti ég alltaf pening og alveg út mánuðinn. Ég fór að eyða meiri tíma með litla bróðir mínum og samskiptin við foreldra mína fóru að lagast og svona litlir hlutir í kringum mig fóru að raðast frekar fallega. Maður leit alltaf betur út og húðin var fallegri og ég bara hugsaði, ó þetta er allt í lagi,“ segir Bryndís en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Þetta var bara þannig að ég var farin að drekka allar helgar og virka daga líka og var komin á rosalega vondan stað en þarna er ég aðeins 21 árs. Ég var farin að drekka ein og farin að fara á frekar skuggalega staði. Það var í raun ekkert eftir en að fara á Vog og játa mig sigraða,“ segir Bryndís sem náði botninum þegar hún var stödd í teiti og þar tók einn ungur drengur of stóran skammt. Hún var sjálf lögð í einelti þegar hún var yngri og segist hafa réttlætt drykkjuna með sjálfsvorkunn. „En ég fór bara að taka ábyrgð á áföllunum mínum og fór í áfallameðferð, svo flutti ég í mína eigin íbúð og tók ábyrgð á fjármálunum mínum og er í skóla í dag og í framkvæmdarstjórn SÁÁ. Ég er að gera hluti sem mig dreymdi um að gera af því að ég tók ábyrgð á sjúkdóminum mínum,“ segir Bryndís. Alltaf að brjóta loforðin Saga Maríu er ólík. Hún fór aldrei í meðferð, hætti sjálf en upplifun þeirra af fíkninni er þó svipuð. „Ég byrja frekar ung að drekka og það verður fljótlega lausn á mínu andlega ástandi. Ég finn að ef mér líður einhvern veginn þá get ég slökkt á því með því að drekka. Mér líður betur í eigin skinni þegar ég er undir áhrifum og það verður nýja normið mjög hratt. Þessi sjúkdómur þróast mjög hratt hjá mér og ég er að verða nítján ára gömul þegar ég ákveð að verða edrú og þá var ég búin að drekka í nokkur ár,“ segir María sem varð ekki fyrir áföllum áður en hún fór að drekka en þau komu aftur á móti í drykkjunni þó hún vilji ekki fara nánar út í það. „Ég var alltaf að lofa sjálfri mér að drekka ekki á morgun eða fá mér bara einn í kvöld og var alltaf að brjóta þessi loforð. Þetta fór rosalega hratt að eyða niður sjálfsmyndinni og fór að valda mjög mikilli vanlíðan. Ég hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka, en ég gerði það samt svo mikil var þörfin,“ segir María. „Ég upplifði það þannig að allir dagar yrði bara mánudagar og soðin ýsa. Ég kæmist aldrei aftur á Þjóðhátíð og kæmist aldrei aftur að skemmta mér á B5 og ég yrði aldrei aftur í tísku, það var svona mín upplifun. Að enginn myndi vilja tala við mig aftur út af því að áfengið var tekið í burtu og þá yrði ég ekki skemmtileg aftur,“ segir Bryndís og heldur áfram. „Allt í einu átti ég alltaf pening og alveg út mánuðinn. Ég fór að eyða meiri tíma með litla bróðir mínum og samskiptin við foreldra mína fóru að lagast og svona litlir hlutir í kringum mig fóru að raðast frekar fallega. Maður leit alltaf betur út og húðin var fallegri og ég bara hugsaði, ó þetta er allt í lagi,“ segir Bryndís en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira