Ekki nema nokkrir áratugir þar til jöklarnir hverfa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2022 11:34 Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir sagði í viðtalinu í Bítinu að ekki væru nema nokkrir áratugir þar til Snæfellsjökull muni hverfa, hann sé þó ekki einn jökla um þau örlög. samsett Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, jöklafræðingur, telur að ef fram haldi sem horfir muni Snæfellsjökull hverfa að fullu á næstu nokkrum áratugum. Að óbreyttum útblæstri munu í raun allir jöklar hverfa á næstu áratugum en þó sé hægt að hægja verulega á þróuninni með minni hlýnun, að sögn Guðfinnu. Uggvænleg þróun hefur átt sér stað á jöklum landsins síðustu áratugi en tæp þrjú ár eru síðan haldin var minningarathöfn um jökulinn Ok sem hvarf. Guðfinna vildi ekki spá fyrir um hvaða jökull yrði næstur til að hverfa en telur ljóst að ekki séu nema nokkrir áratugir þar til flestir þeirra helstu verði horfnir. Jöklarnir eins og bankareikningur Guðfinna segir Helga Björnsson, jöklafræðing, hafa komið með ágætis líkingu um samspil veturhörku og sumarblíðu á bráðnun jöklanna. „Jöklarnir eru eins og bankareikningur, þú leggur inn á veturna og tekur út á sumrin og ef þú tekur meira út á sumrin þá minnka þeir. Við höfum mælt snjókomu á helstu jöklana í vetur og það snjóaði meira í vetur en vanalega, þannig nú bíðum við spennt að fylgjast með þróuninni í sumar.“ sagði Guðfinna en hlusta má á viðtalið við Guðfinnu í Bítínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guðfinna segir að við upphaf mælinga á öndverðum tíunda áratug afkoma jökla verið jákvæð, þannig að meiri snjór bættist við þá á veturna en bráðnaði á sumrin. Þessu hafi hins vegar öfugt farið frá árinu 1994 og jöklarnir bráðnað stöðugt síðan þá. Hitastig hafsins hefur mikil áhrif á þróun jöklanna. Í viðtalinu lýsti Guðfinna einkennilegum köldum polli í hafinu suðvestan við Ísland, sem hafi hægt á bráðnun jöklanna frá árinu 2010. Hún tekur að auki fram að takist að hægja á hlýnun jarðar munu jöklarnir vera fljótir að bregðast við því. Vísindamenn hafi tekið eftir því hve mikil áhrif hitastig hafsins í kringum Ísland hafi á bráðnun jöklanna. Að lokum áréttaði Guðfinna að útblástur koltvísýrings af mannavöldum leiði til aukinnar hlýnunar, og þar með bráðnunar jökla, en hitastig á jörðinni vegna þessa hefur nú þegar aukist um rúma eina gráðu. Náttúruhamfarir Vísindi Bítið Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Uggvænleg þróun hefur átt sér stað á jöklum landsins síðustu áratugi en tæp þrjú ár eru síðan haldin var minningarathöfn um jökulinn Ok sem hvarf. Guðfinna vildi ekki spá fyrir um hvaða jökull yrði næstur til að hverfa en telur ljóst að ekki séu nema nokkrir áratugir þar til flestir þeirra helstu verði horfnir. Jöklarnir eins og bankareikningur Guðfinna segir Helga Björnsson, jöklafræðing, hafa komið með ágætis líkingu um samspil veturhörku og sumarblíðu á bráðnun jöklanna. „Jöklarnir eru eins og bankareikningur, þú leggur inn á veturna og tekur út á sumrin og ef þú tekur meira út á sumrin þá minnka þeir. Við höfum mælt snjókomu á helstu jöklana í vetur og það snjóaði meira í vetur en vanalega, þannig nú bíðum við spennt að fylgjast með þróuninni í sumar.“ sagði Guðfinna en hlusta má á viðtalið við Guðfinnu í Bítínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guðfinna segir að við upphaf mælinga á öndverðum tíunda áratug afkoma jökla verið jákvæð, þannig að meiri snjór bættist við þá á veturna en bráðnaði á sumrin. Þessu hafi hins vegar öfugt farið frá árinu 1994 og jöklarnir bráðnað stöðugt síðan þá. Hitastig hafsins hefur mikil áhrif á þróun jöklanna. Í viðtalinu lýsti Guðfinna einkennilegum köldum polli í hafinu suðvestan við Ísland, sem hafi hægt á bráðnun jöklanna frá árinu 2010. Hún tekur að auki fram að takist að hægja á hlýnun jarðar munu jöklarnir vera fljótir að bregðast við því. Vísindamenn hafi tekið eftir því hve mikil áhrif hitastig hafsins í kringum Ísland hafi á bráðnun jöklanna. Að lokum áréttaði Guðfinna að útblástur koltvísýrings af mannavöldum leiði til aukinnar hlýnunar, og þar með bráðnunar jökla, en hitastig á jörðinni vegna þessa hefur nú þegar aukist um rúma eina gráðu.
Náttúruhamfarir Vísindi Bítið Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira