Þetta kemur fram í skýrslu Hagstofunnar. Nánar tiltekið hækkaði verð á mat og drykkjarvörum um 0,9%, reiknuð húsaleiga hækkaði um 2,3%, verð á nýjum bílum hækkaði um 2,1% og verð á bensíni og olíum hækkaði um 2,9%. Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði hins vegar um um 6,9%.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 5,5%.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 450,2 stig og hækkar um 0,42% frá apríl 2022
Mesta verðbólga síðan 2010
Verðbólgan heldur því áfram að aukast og er komin í 7,6% á ársgrundvelli, fer úr 7,2% frá því í síðasta mánuði og hefur ekki verið hærri síðan í apríl árið 2010. Verðbólga hefur aukist í hverjum mánuði síðan í ágúst 2021, þegar hún mældist 4,3%
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur, taldi þó á Sprengisandi um helgina að ólíklegt væri að verðbólgan fari yfir 10 prósent, þrátt fyrir spár ýmissa sérfræðinga um hið gagnstæða. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan.