Þurfa ekki að taka ábyrgð á skuld við Slayer - í bili Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2022 11:13 Kerry King, annar gítarleikara Slayer mundar rafgítar sinn. Umboðsfyrirtæki Slayer fór bónleitt til búðar frá Landsrétti. Vísir/Getty Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice af kröfu umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer um greiðslu á þóknun. Forsaga málsins er sú að Slayer kom fram á Secret Solstice í Laugardal sumarið 2018. Rekstrarfélagið greiddi K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar, þó aldrei alla þóknunina sem samið hafði verið um. Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtækinu eftirstöðvar skuldarinnar, meira en 133 þúsund dollara, jafnvirði meira en sautján milljóna króna árið 2020. Landsréttur staðfesti dóminn en Friðriki var synjað um leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar. Ekkert fékkst þó upp í kröfun eftir að upphaflegt rekstrarfélag hátíðarinnar fór í þrot. K2 Agency Limited stefndi þá þremur félögum sem tóku við rekstri Secret Solstice og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg, skráðum eiganda þeirra og stjúpföður eins af eigendum upphaflega rekstrarfélags hátíðarinnar. Forsenda þess máls voru ummæli Víkings Heiðars Arnórssonar, framkvæmdastjóra Live events, eins félagana, í fjölmiðlum árið 2019 um að gert yrði upp við þá tónlistarmenn sem fengu ekki greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið áður. K2 taldi að verðmætum hafi verið ráðstafað frá gamal rekstrarfélaginu með ólögmætum og saknæmum hætti áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Guðmundur og félögin þrjú hefðu hagnast á því. Vegna náinna eigna- og stjórnunartengsl yrði að samsama Guðmund og nýju félögin því gamla. Héraðsdómur taldi Víking hafa skuldbundið félögin til að greiða skuldina við Slayer með ummælum sínum í fjölmiðlum. Voru Guðmundur og félögin þrjú dæmd til að greiða eftirstöðvarnar skuldirnar. Ekki fullreynt að fá Friðrik til að greiða skuldina Landsréttur komst að andstæðri niðurstöðu. Í ummælum Víkings í fjölmiðlum hafi falist almenn yfirlýsing og þau hafi ekki borið með sér ótvíræðan vilja til loforðsgjafar. Þau hafi auk þess verið í andstöðu við fyrri ummæli Guðmundar sem stjórnarmanns félagsins. Því féllst Landsréttur ekki á að Víkingur hefði gefið skuldbindandi ábyrgðaryfirlýsingu um að Live Events myndir greiða fjárkröfu umboðsfyrirtækis Slayer. Hvað skaðabótakröfur K2 varðaði benti Landsréttur á að fyrir lægi endanlegur dómur um að Friðrik Ólafsson skuli greiða fjárkörfuna. K2 hafi fengið löggeymslu í íbúð í eigu Friðriks til tryggingar kröfunni og krafist nauðungarsölu íbúðarinnar til fullnustu kröfunnar. Því taldi rétturinn ekki fullreynt hvort að fjárkrafa umboðsfyrirtækisins fengist greidd úr hendi Friðriks. Ekki væri tímabært að krefja Guðmund og félögin þrjú um að efna greiðslurnar. Því var Guðmundur og félögin Live events, L events og Lifandi viðburðir sýknuð að kröfum K2 að svo stöddu. Dómsmál Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. 20. janúar 2022 08:54 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Slayer kom fram á Secret Solstice í Laugardal sumarið 2018. Rekstrarfélagið greiddi K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar, þó aldrei alla þóknunina sem samið hafði verið um. Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtækinu eftirstöðvar skuldarinnar, meira en 133 þúsund dollara, jafnvirði meira en sautján milljóna króna árið 2020. Landsréttur staðfesti dóminn en Friðriki var synjað um leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar. Ekkert fékkst þó upp í kröfun eftir að upphaflegt rekstrarfélag hátíðarinnar fór í þrot. K2 Agency Limited stefndi þá þremur félögum sem tóku við rekstri Secret Solstice og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg, skráðum eiganda þeirra og stjúpföður eins af eigendum upphaflega rekstrarfélags hátíðarinnar. Forsenda þess máls voru ummæli Víkings Heiðars Arnórssonar, framkvæmdastjóra Live events, eins félagana, í fjölmiðlum árið 2019 um að gert yrði upp við þá tónlistarmenn sem fengu ekki greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið áður. K2 taldi að verðmætum hafi verið ráðstafað frá gamal rekstrarfélaginu með ólögmætum og saknæmum hætti áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Guðmundur og félögin þrjú hefðu hagnast á því. Vegna náinna eigna- og stjórnunartengsl yrði að samsama Guðmund og nýju félögin því gamla. Héraðsdómur taldi Víking hafa skuldbundið félögin til að greiða skuldina við Slayer með ummælum sínum í fjölmiðlum. Voru Guðmundur og félögin þrjú dæmd til að greiða eftirstöðvarnar skuldirnar. Ekki fullreynt að fá Friðrik til að greiða skuldina Landsréttur komst að andstæðri niðurstöðu. Í ummælum Víkings í fjölmiðlum hafi falist almenn yfirlýsing og þau hafi ekki borið með sér ótvíræðan vilja til loforðsgjafar. Þau hafi auk þess verið í andstöðu við fyrri ummæli Guðmundar sem stjórnarmanns félagsins. Því féllst Landsréttur ekki á að Víkingur hefði gefið skuldbindandi ábyrgðaryfirlýsingu um að Live Events myndir greiða fjárkröfu umboðsfyrirtækis Slayer. Hvað skaðabótakröfur K2 varðaði benti Landsréttur á að fyrir lægi endanlegur dómur um að Friðrik Ólafsson skuli greiða fjárkörfuna. K2 hafi fengið löggeymslu í íbúð í eigu Friðriks til tryggingar kröfunni og krafist nauðungarsölu íbúðarinnar til fullnustu kröfunnar. Því taldi rétturinn ekki fullreynt hvort að fjárkrafa umboðsfyrirtækisins fengist greidd úr hendi Friðriks. Ekki væri tímabært að krefja Guðmund og félögin þrjú um að efna greiðslurnar. Því var Guðmundur og félögin Live events, L events og Lifandi viðburðir sýknuð að kröfum K2 að svo stöddu.
Dómsmál Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. 20. janúar 2022 08:54 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. 20. janúar 2022 08:54
337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06
Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15