Innlent

Rúta fór út af við Efstadal

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hífa þurfti rútuna aftur upp á veginn.
Hífa þurfti rútuna aftur upp á veginn. Aðsend

Rúta fór út af veginum við Efstadal austur af Laugarvatni upp úr klukkan eitt eftir hádegi í dag. Hópur fólks var í bílnum en allir sluppu óhultir og bílstjórinn var einn fluttur til læknisskoðunar. 

Rútan fór út af veginum við Efstadal austan við Laugarvatn.Aðsend

Þetta segir Lárus Kristinn Guðmundsson varaslökkvistjóri brunavarna Árnessýslu í samtali við Vísi. Hann segir að kallið hafi komið upp úr klukkan eitt eftir hádegi og einn slökkviliðsbíll hafi verið sendur frá Laugarvatni og einn frá Selfossi. 

Lokað hefur verið fyrir umferð um Laugarvatnsveg síðan óhappið varð en verið er að hífa rútuna aftur upp á veginn vegna hallans í vegbrúninni þó rútan hafi ekki farið langt út fyrir veginn. Lárus gerir ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið innan klukkutíma og opnað verði þá aftur á umferð. 

Farþegarnir sem voru í rútunni fóru upp í Efstadal eftir óhappið og voru allir óhultir. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×