Lífið

Írafár fær tvöfalda platínuplötu

Elísabet Hanna skrifar
Andri Guðmundsson, Sigurður Samúelsson, Vignir Snær Vigfússon og Birgitta Haukdal.
Andri Guðmundsson, Sigurður Samúelsson, Vignir Snær Vigfússon og Birgitta Haukdal. Aðsend.

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Írafár hlaut viðurkenningu fyrir sölu á yfir 20.000 eintök. Platan „Allt sem ég sé“ kom út árið 2002 og hafa lögin á henni notið gríðarlegra vinsælda í gegnum tíðina.

Tvöföld platínuplata er viðurkenning sem Félag hljómplötuframleiðenda veitir tónlistarfólki fyrir sölu á plötum í yfir 20.000 eintökum og er því um einstakan árangur að ræða. Aðeins um tíu titlar hafa náð slíkri sölu. Írafár mun halda uppi stuðinu í Eldborgarsal á laugardaginn þar sem öll bestu lögin verða spiluð.

Steinar Fjeldsted og Sverrir Örn Pálsson frá Öldu Music afhentu meðlimum hljómsveitarinnar tvöföldu platínuplöturnar samhliða því að Birgitta Haukdal var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar en hún hlaut heiðurinn við hátíðlega at­höfn á Garðatorgi í vikunni. Írafár tók einnig lagið á hátíðinni.

Bæjarlistamaður Garðabæjar 2022 er Birgitta Haukdal söngkona og barnabókahöfundur.Garðabær.

Tengdar fréttir

Baráttan um miðana níu hundruð hefst klukkan tíu

Telja má líklegt að einhverjir hristi hausinn um hádegisbil á morgun þegar þeir átta sig á því að miðasölu á Bræðsluna 2022 er lokið. 900 miðar eru í boði á hátíðina og í ljósi reynslunnar má reikna með að miðarnir rjúki út á augabragði. Þeir sem sofa á verðinum gætu því misst af miðum enda uppsöfnuð þrá landsmanna og ferðamanna eftir tónleikastemmningu eftir faraldurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×