Sigríður nýr forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2022 12:25 Sigríður tekur við starfinu 1. október næstkomandi. Aðsend Sigríður Gunnarsdóttir mun taka við sem forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins þann 1. október næstkomandi. Hún tekur við starfinu af Laufeyju Tryggvadóttur. Sigríður er hjúkrunarfræðingur að mennt, lauk klínísku meistaranámi í krabbameinshjúkrun frá University og Wisconsin Madison árið 2000 og doktorsprófi í hjúkrunarfræði frá sama skóla árið 2004. Frá árinu 2012 hefur Sigríður starfað sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala þar sem hún hefur leitt faglega þróun hjúkrunar og byggt upp og eflt gæða- og umbótastarf, menntun, vísindi og starfsþróun. Samhliða starfi sínu hefur hún gegnt starfi prófessors í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands frá árinu 2017. Sigríður hefur stýrt rannsóknarverkefnum sem hlotið hafa styrki úr rannsóknar- og samkeppnissjóðum bæði hér á landi og erlendis og birt fjölda vísindagreina í ritrýndum tímaritum. Sigríður hefur verið virk í starfi Krabbameinsfélags Íslands en hún átti sæti í stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins frá stofnun árið 2015 og var formaður stjórnar frá 2016 til 2021. „Við hjá Krabbameinsfélaginu eru mjög ánægð með að vera búin að fá Sigríði í hópinn. Hún verður mjög góður liðsauki við þann góða hóp sérfræðinga sem starfar hjá Rannsókna- og skráningarsetri félagsins,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Sigríður fær það hlutverk að þróa starf setursins áfram í takt við áherslur félagsins, byggt á þeim góða grunni sem þar er fyrir.“ Sigríður segir það vera mikið tilhlökkunarefni að ganga til liðs við félagið en hún þekkir starf félagsins ágætlega. „Stórar áskoranir blasa við í framtíðinni, vegna mjög aukins fjölda krabbameinstilvika og fjölgunar lifenda. Ég tel mjög mikilvægt að allir leggist á eitt við að skapa hér á landi fyrirmyndaraðstæður fyrir fólk með krabbamein auk þess að vinna gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið og rannsóknir þess gegna þar lykilhlutverki,“ segir Sigríður. Vistaskipti Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sigríður er hjúkrunarfræðingur að mennt, lauk klínísku meistaranámi í krabbameinshjúkrun frá University og Wisconsin Madison árið 2000 og doktorsprófi í hjúkrunarfræði frá sama skóla árið 2004. Frá árinu 2012 hefur Sigríður starfað sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala þar sem hún hefur leitt faglega þróun hjúkrunar og byggt upp og eflt gæða- og umbótastarf, menntun, vísindi og starfsþróun. Samhliða starfi sínu hefur hún gegnt starfi prófessors í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands frá árinu 2017. Sigríður hefur stýrt rannsóknarverkefnum sem hlotið hafa styrki úr rannsóknar- og samkeppnissjóðum bæði hér á landi og erlendis og birt fjölda vísindagreina í ritrýndum tímaritum. Sigríður hefur verið virk í starfi Krabbameinsfélags Íslands en hún átti sæti í stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins frá stofnun árið 2015 og var formaður stjórnar frá 2016 til 2021. „Við hjá Krabbameinsfélaginu eru mjög ánægð með að vera búin að fá Sigríði í hópinn. Hún verður mjög góður liðsauki við þann góða hóp sérfræðinga sem starfar hjá Rannsókna- og skráningarsetri félagsins,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Sigríður fær það hlutverk að þróa starf setursins áfram í takt við áherslur félagsins, byggt á þeim góða grunni sem þar er fyrir.“ Sigríður segir það vera mikið tilhlökkunarefni að ganga til liðs við félagið en hún þekkir starf félagsins ágætlega. „Stórar áskoranir blasa við í framtíðinni, vegna mjög aukins fjölda krabbameinstilvika og fjölgunar lifenda. Ég tel mjög mikilvægt að allir leggist á eitt við að skapa hér á landi fyrirmyndaraðstæður fyrir fólk með krabbamein auk þess að vinna gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið og rannsóknir þess gegna þar lykilhlutverki,“ segir Sigríður.
Vistaskipti Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira