Innlent

Fregnir berist af meiri­hluta­við­ræðum í Reykja­nes­bæ um og eftir helgi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Oddvitar flokkanna þriggja. Friðjón Einarsson frá Samfylkingunni, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir úr Framsókn og Valgerður Björk Pálsdóttir úr Beinni leið.
Oddvitar flokkanna þriggja. Friðjón Einarsson frá Samfylkingunni, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir úr Framsókn og Valgerður Björk Pálsdóttir úr Beinni leið. Vísir

Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ mjakast og búast má við fregnum af þeim um og eftir helgi. Þetta segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir oddviti Samfylkingarinnar í samtali við Vísi.

Flokkarnir þrír hófu meirihlutaviðræður á sunnudag en þeir voru saman í meirihluta á síðasta kjörtímabili og mynduðu þá sex manna meirihluta. Flokkarnir bættu við sig manni í kosningunum núna í maí. 

Halldóra Fríða segir í samtali við fréttastofu að viðræðurnar hafi gengið vel, enda hafi flokkarnir unnið vel saman undanfarin fjögur ár. Flokkarnir séu að klára að fara í gegn um málefnin og haldi svo áfram í næstu mál. Hún segist búast við að fregna verði að vænta af viðræðunum um og eftir helgi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.