Hátíðin verður haldin yfir þriggja daga tímabil en dagpassar verða einnig í boði. Hún er þekkt fyrir að skarta fjölbreyttum hópi tónlistarmanna úr ólíkum tónlistarstefnum. Airwaves tilkynnti um fyrstu listamennina fyrir nokkrum vikum. Þeir sem voru að bætast í flóruna eru:
Árstíðir, CeaseTone, Chiiild, Combos, Countess Malaise, EmotionalOranges, GREYSKIES, Inspector Spacetime, Jan Verstraeten, JFDR, Kaktus Einarsson, KAMARA, Magnús Jóhann, Porridge Radio, RAKEL, THUMPER, Ultraflex, Una Torfa og Unusual Demont.
Í þessum hópi fjölbreyttra tónlistaratriða má finna bandið Porridge Radio sem hlaut tilnefningu til Mercury verðlauna og listahópinn Emotional Oranges sem er þekktur fyrir seytlandi R&B.
Einnig má finna áhugaverða tónlistarmenn frá Norður-Ameríku á hátíðinni í ár. Þar á meðal er ameríska R&B stjarnan Unusual Demont og kanadísk- zimbabvíski psychedelic-soul hópurinn Chiiild.
Íslenska deildin kemur sterk inn að vanda þar sem íslenskt tónlistarfólk á gjarnan stórleik á hátíðinni. Nýliðarnir RAKEL og Una Torfa koma fram sem og reynsluboltar á borð við JFDR, Inspector Spacetime, Countess Malaise og fleiri.