Tónlist

Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn til leiks

Elísabet Hanna og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa
Inspector Spacetime koma fram á Airwaves.
Inspector Spacetime koma fram á Airwaves. Aðsend.

Iceland Airwaves tilkynni í dag um fleiri atriði sem munu koma fram á hátíðinni í nóvember. Íslenska deildin kemur þar sterk inn ásamt erlendu tónlistarfólki úr ólíkum áttum. 

Hátíðin verður haldin yfir þriggja daga tímabil en dagpassar verða einnig í boði. Hún er þekkt fyrir að skarta fjölbreyttum hópi tónlistarmanna úr ólíkum tónlistarstefnum. Airwaves tilkynnti um fyrstu listamennina fyrir nokkrum vikum. Þeir sem voru að bætast í flóruna eru:

Árstíðir, CeaseTone, Chiiild, Combos, Countess Malaise, EmotionalOranges, GREYSKIES, Inspector Spacetime, Jan Verstraeten, JFDR, Kaktus Einarsson, KAMARA, Magnús Jóhann, Porridge Radio, RAKEL, THUMPER, Ultraflex, Una Torfa og Unusual Demont.

Í þessum hópi fjölbreyttra tónlistaratriða má finna bandið Porridge Radio sem hlaut tilnefningu til Mercury verðlauna og listahópinn Emotional Oranges sem er þekktur fyrir seytlandi R&B.

Einnig má finna áhugaverða tónlistarmenn frá Norður-Ameríku á hátíðinni í ár. Þar á meðal er ameríska R&B stjarnan Unusual Demont og kanadísk- zimbabvíski psychedelic-soul hópurinn Chiiild.

Íslenska deildin kemur sterk inn að vanda þar sem íslenskt tónlistarfólk á gjarnan stórleik á hátíðinni. Nýliðarnir RAKEL og Una Torfa koma fram sem og reynsluboltar á borð við JFDR, Inspector Spacetime, Countess Malaise og fleiri.


Tengdar fréttir

Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði.

Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.