Spyr hvort LOGOS hafi verið að meta eigin verk Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. maí 2022 14:01 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, þar sem hann krefur þann síðarnefnda svara um greiðslur til LOGOS. Vísir/Vilhelm - samsett Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um greiðslur ráðuneytisins og Bankasýslunnar til LOGOS lögmannsþjónustu. Lögmannsstofunni var falið að meta hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði en LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf í aðdraganda sölunnar. Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun stofnunarinnar að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka – hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf Nú hefur Jóhann Páll krafist frekari svara af hálfu fjármálaráðherra um greiðslur ráðuneytis hans og Bankasýslunnar til LOGOS. Nánar tiltekið um hvað Bankasýslan greiddi fyrir vinnuna og hvort lögmannsþjónustan hafi verið látin meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, áður en salan fór fram. Þá spyr þingmaðurinn hvers vegna LOGOS, í ljósi þess að stofan hafði áður komið að sölumeðferðinni sem innlendur lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslu ríkisins, hafi verið falið að leggja mat á lögmæti sölumeðferðarinnar, í stað þess að fela það annarri lögmannsstofu sem ekki hafði áður komið að málinu. Að lokum spyr Jóhann út í allar greiðslur Bankasýslunnar og fjármálaráðuneytisins frá árinu 2017, sundurliðað eftir greiðslum og árum. Sterkar vísbendingar um brot á jafnræði Aðdragandi lögfræðiálitsins var hörð gagnrýni stjórnarandstöðunnar á framkvæmd bankasölunnar. Í grein sem birtist á Vísi í byrjun maí, sagði Kristrún Frostadóttir svör Bankasýslunnar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, á opnum fundum með fjárlaganefnd, hafa bent „sterklega til þess að ekki hafi verið farið að lögum við undirbúning og framkvæmd sölunnar“ Kristrún sagði útilokun almennings ekki hafa staðist skoðun, ekki hafi öllum „hæfum fjárfestum“ verið kleift að taka þátt og tveimur „hæfum fjárfestum“ verið hafnað. Kristrún gaf lítið fyrir lögfræðiálitið sem birtist í kjölfarið: „Ef fólki er alvara með að fara í saumana á málinu þá er það ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar. Hvað var greitt fyrir þetta? Bankasýslan er opinber stofnun.“ sagði Kristrún í færslu á Facebook. Lesa má fyrirspurnir Jóhanns í heild sinni á vef Alþingis en Bjarni hefur, í samræmi við þingskaparlög, um 15 virka daga til að bregðast við fyrirspurn Jóhanns. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun stofnunarinnar að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka – hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. LOGOS hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf Nú hefur Jóhann Páll krafist frekari svara af hálfu fjármálaráðherra um greiðslur ráðuneytis hans og Bankasýslunnar til LOGOS. Nánar tiltekið um hvað Bankasýslan greiddi fyrir vinnuna og hvort lögmannsþjónustan hafi verið látin meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, áður en salan fór fram. Þá spyr þingmaðurinn hvers vegna LOGOS, í ljósi þess að stofan hafði áður komið að sölumeðferðinni sem innlendur lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslu ríkisins, hafi verið falið að leggja mat á lögmæti sölumeðferðarinnar, í stað þess að fela það annarri lögmannsstofu sem ekki hafði áður komið að málinu. Að lokum spyr Jóhann út í allar greiðslur Bankasýslunnar og fjármálaráðuneytisins frá árinu 2017, sundurliðað eftir greiðslum og árum. Sterkar vísbendingar um brot á jafnræði Aðdragandi lögfræðiálitsins var hörð gagnrýni stjórnarandstöðunnar á framkvæmd bankasölunnar. Í grein sem birtist á Vísi í byrjun maí, sagði Kristrún Frostadóttir svör Bankasýslunnar og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, á opnum fundum með fjárlaganefnd, hafa bent „sterklega til þess að ekki hafi verið farið að lögum við undirbúning og framkvæmd sölunnar“ Kristrún sagði útilokun almennings ekki hafa staðist skoðun, ekki hafi öllum „hæfum fjárfestum“ verið kleift að taka þátt og tveimur „hæfum fjárfestum“ verið hafnað. Kristrún gaf lítið fyrir lögfræðiálitið sem birtist í kjölfarið: „Ef fólki er alvara með að fara í saumana á málinu þá er það ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar. Hvað var greitt fyrir þetta? Bankasýslan er opinber stofnun.“ sagði Kristrún í færslu á Facebook. Lesa má fyrirspurnir Jóhanns í heild sinni á vef Alþingis en Bjarni hefur, í samræmi við þingskaparlög, um 15 virka daga til að bregðast við fyrirspurn Jóhanns.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira