69 prósent sjúklinga á lífi fimm árum eftir aðgerð Eiður Þór Árnason skrifar 25. maí 2022 09:29 Verkefnið var unnið við hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá einstaklingum með hjartabilun er góður hér á landi og á pari við sérhæfðari og stærri hjartaskurðdeildir í nágrannalöndum. Langtímaárangur þeirra er ekki síst góður en notkun miðlægra gagnagrunna gerir það að verkum að betri aðstæður eru hér til að kanna langtímafylgikvilla og lifun eftir stórar aðgerðir en víða erlendis. Þetta er niðurstaða nýrrar íslenskrar rannsóknar. Þrátt fyrir að sjúklingar með alvarlega hjartabilun hafi reynst vera með marktækt lakari langtímalifun en sjúklingar sem ekki glíma við hjartabilun, var lifun þeirra engu að síður góð í erlendum samanburði en 69% sjúklinga voru á lífi fimm árum eftir kransæðahjáveituaðgerð. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Háskóla Íslands en niðurstöðurnar voru birtar í grein vísindamanna HÍ og samstarfsfólks í nýjasta tölublaði fræðiritsins Interactive CardioVascular and Thoracic Surgery. Skoðuðu aðgerðir framkvæmdar á sextán ára tímabili Rannsóknin náði til 2.005 sjúklinga sem gengust undir kranæðahjáveitu á árunum 2000 til 2016 á Íslandi og var sjúklingum skipt í tvo hópa eftir því hvort samdráttur í vinstri slegli hjartans var skertur eða ekki. Meðalaldur sjúklinga var 66 ár og voru konur tæplega 20% sjúklinganna. Skammtímafylgikvillar og þrjátíu daga dánartíðni var umtalsvert hærri í hjartabilunarhópnum en hjá sjúklingum í viðmiðunarhópi og fimm ára lifun þeirra þrefalt lakari, eða 69% á móti 91%. „Rannsóknin sýnir að hægt er að framkvæma umfangsmikla skurðaðgerð eins og kransæðahjáveitu hjá sjúklingum með veikt hjarta þar sem árangur slíkra aðgerða, ekki síst til lengri tíma, stenst samanburð við stærri og sérhæfðari sjúkrahús erlendis.“ Að sögn höfunda telst árangur aðgerðanna vera góður í alþjóðlegum samanburði. Niðurstöðurnar séu jákvæðar fyrir þá sem koma að meðferðinni hérlendis en þó sérstaklega fyrir einstaklinga með hjartabilun sem þurfi kransæðahjáveitu og aðstandendur þeirra. Fyrsti höfundur greinarinnar er Helga Björk Brynjarsdóttir, sérnámslæknir í gigtarlækningum við Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð. Leiðbeinandi hennar í verkefninu, sem unnið var við hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, var Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og prófessor við Læknadeild HÍ. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Langtímaárangur þeirra er ekki síst góður en notkun miðlægra gagnagrunna gerir það að verkum að betri aðstæður eru hér til að kanna langtímafylgikvilla og lifun eftir stórar aðgerðir en víða erlendis. Þetta er niðurstaða nýrrar íslenskrar rannsóknar. Þrátt fyrir að sjúklingar með alvarlega hjartabilun hafi reynst vera með marktækt lakari langtímalifun en sjúklingar sem ekki glíma við hjartabilun, var lifun þeirra engu að síður góð í erlendum samanburði en 69% sjúklinga voru á lífi fimm árum eftir kransæðahjáveituaðgerð. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Háskóla Íslands en niðurstöðurnar voru birtar í grein vísindamanna HÍ og samstarfsfólks í nýjasta tölublaði fræðiritsins Interactive CardioVascular and Thoracic Surgery. Skoðuðu aðgerðir framkvæmdar á sextán ára tímabili Rannsóknin náði til 2.005 sjúklinga sem gengust undir kranæðahjáveitu á árunum 2000 til 2016 á Íslandi og var sjúklingum skipt í tvo hópa eftir því hvort samdráttur í vinstri slegli hjartans var skertur eða ekki. Meðalaldur sjúklinga var 66 ár og voru konur tæplega 20% sjúklinganna. Skammtímafylgikvillar og þrjátíu daga dánartíðni var umtalsvert hærri í hjartabilunarhópnum en hjá sjúklingum í viðmiðunarhópi og fimm ára lifun þeirra þrefalt lakari, eða 69% á móti 91%. „Rannsóknin sýnir að hægt er að framkvæma umfangsmikla skurðaðgerð eins og kransæðahjáveitu hjá sjúklingum með veikt hjarta þar sem árangur slíkra aðgerða, ekki síst til lengri tíma, stenst samanburð við stærri og sérhæfðari sjúkrahús erlendis.“ Að sögn höfunda telst árangur aðgerðanna vera góður í alþjóðlegum samanburði. Niðurstöðurnar séu jákvæðar fyrir þá sem koma að meðferðinni hérlendis en þó sérstaklega fyrir einstaklinga með hjartabilun sem þurfi kransæðahjáveitu og aðstandendur þeirra. Fyrsti höfundur greinarinnar er Helga Björk Brynjarsdóttir, sérnámslæknir í gigtarlækningum við Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð. Leiðbeinandi hennar í verkefninu, sem unnið var við hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, var Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og prófessor við Læknadeild HÍ.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira