Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2022 21:00 Skjáskot úr myndböndunum af Fötmu Hassan Mohamoud og Nadifu Mohamed, sómölskum konum sem vísa á burt úr landi til Grikklands. Gunnar Waage vinur þeirra birti myndböndin en þau sýna aðbúnað sem konurnar bjuggu við í flóttamannabúðum og á götunni þar í landi. Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Af þeim um 261 sem fjallað hefur verið um að vísa eigi úr landi er aðeins búið að hafa samband við þá sem senda á til Grikklands, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Til Grikklands hafi fyrst átt að fara 71 einstaklingur - þar af 32 sem voru einir á ferð og 39 sem tilheyra fjölskyldum. Gunnar Hörður Garðarsson upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra segir nokkrar fjölskyldur hafa fengið efnismeðferð á síðustu vikur og daga sökum þess hversu lengi þær hafa dvalið hér og nú standi þrjár fjölskyldur því frammi fyrir brottvísun. Ein fjölskyldan hafi ákveðið yfirgefa landið sjálf, sem og nokkrir einstaklingar. Ofbeldi, óþrifnaður og hungur Á meðal þeirra sem segjast standa frammi fyrir brottvísun til Grikklands eru tvær ungar sómalskar konur. Íslenskur vinur þeirra birti í dag myndbönd frá aðbúnaði sem þær hafi búið við á götunni í Grikklandi; þar hafi þrifist ofbeldi, hungur og óþrifnaður. Ríkisstjórnin bíður nú eftir upplýsingum frá nágrannalöndum um hvort þau séu að senda fólk í svipaðri stöðu og hópurinn hér heima til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að skoða aðstæður hópsins nánar. Finnst þér að ætti að hverfa frá þeim fyrirætlunum að senda fólk til Grikklands? „Við höfum stundum gripið inn í út frá mati á aðstæðum á hverjum stað, það eru fordæmi fyrir því. En það fer alltaf fram sjálfstætt mat á því hverju sinni. Þannig að það er semsagt til skoðunar. “ Finnst þér líklegt að það verði? „Ég ætla ekkert að segja til um það,“ segir Katrín. Og þá skoðar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hvort einhverjir í hópnum sem vísa á úr landi geti fengið atvinnuleyfi, frekar en að fara í gegnum verndarkerfið. „Eru þarna einhverjar sérstakar ástæður sem gætu kallað á það að það yrðu einhverjar af þessum ákvörðunum endurskoðaðar? Hér var heimsfaraldur í gangi sem þýðir það að sumt af þessu fólki hefur verið hér talsvert lengi, náð í einhverjum tilfellum að festa rætur, verið með börn í skóla og svo framvegis. Þannig að ég held að út frá réttindum barna þurfi að horfa líka til slíkra atriða.“ Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Af þeim um 261 sem fjallað hefur verið um að vísa eigi úr landi er aðeins búið að hafa samband við þá sem senda á til Grikklands, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Til Grikklands hafi fyrst átt að fara 71 einstaklingur - þar af 32 sem voru einir á ferð og 39 sem tilheyra fjölskyldum. Gunnar Hörður Garðarsson upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra segir nokkrar fjölskyldur hafa fengið efnismeðferð á síðustu vikur og daga sökum þess hversu lengi þær hafa dvalið hér og nú standi þrjár fjölskyldur því frammi fyrir brottvísun. Ein fjölskyldan hafi ákveðið yfirgefa landið sjálf, sem og nokkrir einstaklingar. Ofbeldi, óþrifnaður og hungur Á meðal þeirra sem segjast standa frammi fyrir brottvísun til Grikklands eru tvær ungar sómalskar konur. Íslenskur vinur þeirra birti í dag myndbönd frá aðbúnaði sem þær hafi búið við á götunni í Grikklandi; þar hafi þrifist ofbeldi, hungur og óþrifnaður. Ríkisstjórnin bíður nú eftir upplýsingum frá nágrannalöndum um hvort þau séu að senda fólk í svipaðri stöðu og hópurinn hér heima til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að skoða aðstæður hópsins nánar. Finnst þér að ætti að hverfa frá þeim fyrirætlunum að senda fólk til Grikklands? „Við höfum stundum gripið inn í út frá mati á aðstæðum á hverjum stað, það eru fordæmi fyrir því. En það fer alltaf fram sjálfstætt mat á því hverju sinni. Þannig að það er semsagt til skoðunar. “ Finnst þér líklegt að það verði? „Ég ætla ekkert að segja til um það,“ segir Katrín. Og þá skoðar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hvort einhverjir í hópnum sem vísa á úr landi geti fengið atvinnuleyfi, frekar en að fara í gegnum verndarkerfið. „Eru þarna einhverjar sérstakar ástæður sem gætu kallað á það að það yrðu einhverjar af þessum ákvörðunum endurskoðaðar? Hér var heimsfaraldur í gangi sem þýðir það að sumt af þessu fólki hefur verið hér talsvert lengi, náð í einhverjum tilfellum að festa rætur, verið með börn í skóla og svo framvegis. Þannig að ég held að út frá réttindum barna þurfi að horfa líka til slíkra atriða.“
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira