Þetta staðfestir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Sjálfstæðismanna, í samtali við Vísi. Rósa vildi að öðru leyti ekki tjá sig um viðræðurnar nema að þær hafi gengið vel. Málið myndi skýrast á morgun.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru saman í meirihluta á síðasta kjörtímabili þar sem Sjálfstæðismenn voru með fimm fulltrúa og Framsóknarmenn einn. Þær breytingar urðu í kosningunum nú að Sjálfstæðismenn missti einn fulltrúa og Framsóknarmenn bættu við sig einum sem þýðir að meirihlutinn hélt velli. Þá bætti Samfylkingin við sig mig miklu fylgi og fjölgaði bæjarfulltrúum úr tveimur í fjóra.
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn tilkynntu á þriðjudaginn í síðustu viku að flokkarnir myndu hefja formlegar meirihlutaviðræður.
Valdimar Víðisson skólastjóri er oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.