Innlent

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefja formlegar viðræður í Hafnarfirði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rósa Guðbjarsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjarsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa hafið formlegar meirihlutaviðræður í Hafnarfirði. Flokkarnir ná meirihluta í bæjarstjórn með einum manni. 

Frá þessu greinir RÚV. Flokkarnir voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili, þá Sjálfstæðisflokkurinn með fimm og Framsóknarflokkurinn með einn fulltrúa. Eins og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu jókst fylgi Framsóknar sem bætti við sig manni en Sjálfstæðisflokkurinn missti einn. 

Valdimar Víðisson oddviti Framsóknar í Hafnarfirði sagði í samtali við Vísi í gær að hann myndi fyrst eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og oddvita Sjálfstæðismanna. 

Ekki hefur náðst í Valdimar við gerð fréttarinnar. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.