Innlent

Höfðu af­skipti af manni sem sagðist vera í sól­baði

Eiður Þór Árnason skrifar
Alls voru 65 mál skráð í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gær til 05 í morgun. 
Alls voru 65 mál skráð í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gær til 05 í morgun.  Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að grjóti hefði verið kastað í rúðu þannig að hún brotnaði og flugelda í kjölfarið hent inn um gluggann. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en að hennar sögn er ekki vitað hver framdi verknaðinn.

Einnig var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi sem lá í garði. Þegar lögregla kom á vettvang kvaðst aðilinn hafa verið í sólbaði og gekk sína leið.

Tilkynnt var um eignaspjöll og húsbrot í íbúð í Múlahverfi í Reykjavík. Tveir aðilar handteknir á vettvangi og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu.

Reynt að stela úr þvottahúsi

Lögregla hafði afskipti af einstaklingi í annarlegu ástandi sem er sagður hafa reynt að stela úr þvottahúsi í Hlíðum. Hann var farinn af vettvangi þegar lögregla kom.

Ökumaður sem ók á 123 km/klst var stöðvaður þar sem hámarkshraði er 80. Vettvangsskýrsla var rituð á vettvangi og viðurkenndi ökumaður hraðaksturinn.

Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í Hafnarfirði þar sem aðilar voru að kíkja inn um glugga og skoða inn í bifreiðar, að sögn lögreglu. Einstaklingarnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom. Nokkuð var um það að ökumenn væru stöðvaðir, grunaðir um ölvun við akstur í gærkvöldi og í nótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.