Innlent

Hvalfjarðargöng lokuð eftir umferðaróhapp

Bjarki Sigurðsson skrifar
Í færslu á Twitter-síðu Vegargerðarinnar koma afar litlar upplýsingar fram. 
Í færslu á Twitter-síðu Vegargerðarinnar koma afar litlar upplýsingar fram.  Vísir/Vilhelm

Hvalfjarðargöngin eru nú lokuð vegna umferðaróhapps. Ekki er vitað hversu lengi göngin verða lokuð.

Samkvæmt sjónarvottum hefur löng bílaröð myndast norðanmegin við göngin. Í stuttri færslu á Twitter-síðu Vegagerðarinnar kemur einungis fram að um umferðaróhapp sé að ræða, en ekkert um hvort slysið hafi átt sér stað inni í göngunum eða fyrir utan þau.

Uppfært: Göngin voru opnuð skömmu fyrir miðnætti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.