Innlent

Vinir Mos­fells­bæjar ekki lengur með í meiri­hluta­við­ræðum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Dagný Kristinsdóttir (t.v.), oddviti Vina Mosfellsbæjar, og Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, ætluðu að halda viðræðum áfram í dag en upp úr slitnaði.
Dagný Kristinsdóttir (t.v.), oddviti Vina Mosfellsbæjar, og Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, ætluðu að halda viðræðum áfram í dag en upp úr slitnaði. Vísir

Framsóknarflokkurinn hefur formlega slitið meirihlutaviðræðum við Vini Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Dagný Kristinsdóttir, oddviti Vina Mosfellsbæjar, sendi í dag.

Viðræður milli Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar hófust í gær og að sögn Dagnýjar var mikill samhljómur meðal framboða við fyrstu skref viðræðna.

Flokkarnir ætluðu að hittast aftur í dag en fyrir settan fundartíma sleit Framsóknarflokkurinn viðræðunum við Vini Mosfellsbæjar. Dagný segir ástæðurnar fyrir slitunum vera óljósar.

„Vera kann að afstaða Vina Mosfellsbæjar varðandi skipulagsmál og aðkomu íbúa að þeim, eigi þarna hlut að máli,“ segir Dagný.

Nú halda áfram viðræður Framsóknarflokksins við Viðreisn og Samfylkinguna og segir Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ, að þær viðræður gangi vel. 

Framsóknarflokkurinn sigraði kosningarnar og fékk fjóra menn inn í bæjarstjórn. Á seinasta kjörtímabili átti flokkurinn ekki einn mann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk einnig inn fjóra menn en Vinir Mosfellsbæjar, Samfylkingin og Viðreisn fengu öll einn mann kjörinn inn.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Úti­lokar ekki sam­starf með Sjálf­stæðis­flokki

Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn.

Framsókn sigurvegari á landsvísu

Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×