Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hafði eldur þar komið upp í einum bíl og olli eldurinn sömuleiðis skemmdum á nálægum bíl.
Slökkvilið var um fjörutíu mínútur á vettvangi, en ekki var talin sérstök hætta á ferðum.
Annars var talsverður erill í sjúkraflutningum, en þeir voru 123 síðasta sólarhringinn.
Í daglegri Facebook-færslu slökkviliðs segir einnig frá því að unglingar hafi hringt í slökkvilið í gærkvöldi eftir að hafa lent í því að festa fótbolta uppi í tré. Var boltinn í um tuttugu metra hæð og náðist hann niður úr trénu með því að sprauta vatni á hann.