Lífið

„Hann kallaði mig inn í herbergi og tók niður um sig buxurnar“

Elísabet Hanna skrifar
Rebel Wilson rifjar upp atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum árum.
Rebel Wilson rifjar upp atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum árum. Getty/David M. Benett

Leikkonan Rebel Wilson rifjar upp atvik þar sem samleikari hennar kallaði hana inn á herbergið sitt og tók niður um sig buxurnar fyrir framan vini sína og bað hana um að framkvæma ákveðna athöfn sem hún neitaði margsinnis. 

„Hann kallaði mig inn í herbergi og tók niður um sig buxurnar. Svo fyrir framan vini sína bað hann mig um að framkvæma svívirðilegt athæfi,“

sagði Rebel um atvikið.

Skrásetti atvikið

Í viðtali við People segir hún atvikið hafa átt sér stað áður en #Metoo byltingin hófst og að samleikarinn hafi í kjölfarið reynt að eyðileggja sig og ferilinn sinn. „Svo ógeðsleg hegðun en fullt af konum hafa lent enn verr í því,“ segir hún.

Leikkonan er einnig lærður lögfræðingur og eftir atvikið hringdi hún í liðið sitt og skrásetti skriflega hvað hafði átt sér stað. 

„Af því að ég er lögfræðingur þá skrásetti ég það.“

Lét vita

Rebel segist hafa látið ákveðna hópa innan kvikmyndaheimsins vita af þessu og varað við manninum. Hún segir að ef atvikið hefði komið upp í dag myndi hún líklega hætta í myndinni og ekki láta bjóða sér þessar aðstæður en á þessum tíma í lífinu hafi hún viljað vera fagmannleg og klárað myndina.

„Mér fannst jafnvel það að kvarta í umboðsmanninn minn vera stórt skref. Og að kvarta í myndverið. Ég komst að því að ég var fjórða manneskjan til þess að kvarta yfir þessum manni,“ sagði hún en enn er óljóst um hvaða leikara hún er að tala.

Talaði um atvikið á Twitter

Rebel hefur áður opnað sig um atvikið en það gerði hún á Twitter árið 2017 þegar #Metoo byltingin var farin af stað og voru sumir netverjar sem töldu hana vera að grínast.

Hugrakkari í dag

Hún segist telja að ef slíkt myndi eiga sér stað aftur myndi hún standa meira upp fyrir sjálfri sér útaf því hugrekki sem aðrar konur hafa sýnt. Hún segir að fyrir sér snúist þetta allt um það að vera með jákvæð áhrif, að efla sjálfsást, efla heilsuna og gera nýjar myndir með fallegum boðskap.

„Ég vil hafa mikinn stelpu styrk og eflingu kvenna sem þemu í þeim myndum sem ég geri. Ég vil skemmta fólki og ég vil að fólk labbi í burtu með eitthvað jákvætt.“

Í nýju Netflix myndinni Senior Year sem hún er að leika í og framleiða segist hún hafa lagt mikið upp úr því að leikurunum liði vel á tökustað og að myndin hafi góðan boðskap.

Ár heilsu og barneignir

Í viðtali við People talaði Rebel einnig um lífið, ástina og heilsuna. Hún sagði nýlega frá því í fjölmiðlum að hún væri komin í samband og væri spennt fyrir framtíðinni. Árið 2020 breytti hún um lífsstíl og kallaði árið „ár heilsunnar“. 

Hún segir kveikjuna að því hafa verið þrá sína í að eignast barn, hvort sem það væri ein eða með maka. Eftir að hafa farið til læknis sagði hann möguleika hennar á því geta aukist ef hún væri heilbrigðari. Hún er einnig með PCOS sem getur haft áhrif á frjósemi og segist hafa átt í óheilbrigðu sambandi við mat.

„Það var næstum eins og ég væri ekki að hugsa um mínar eigin þarfir. Ég hugsaði um þarfir framtíðar barnsins og það hjálpaði mér að verða heilbrigðari.“

Tengdar fréttir

Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný

Leikkonan Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný. Hún segir sameiginlegan vin hafa komið þeim saman og greindi frá aðdragandanum þegar hún var gestur í hlaðvarpinu U up? Hún er þessa dagana að kynna nýju myndina sína, Senior Year.

Rebel Wilson hélt uppi fjörinu á BAFTA verðlaununum

BAFTA verðlaunin fóru fram í gær, sama kvöld og Critics choice verðlaunin voru haldin, það virtust þó vera nóg af stjörnum á báðum stöðum sem skörtuðu sínu allra besta á rauða dreglinum. Rebel Wilson stóð sig vel sem kynnir en þekkt er að hátíðin sé á alvarlegri nótunum og því erfitt að halda uppi góðu gríni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×