Enn hætta á stórum skjálfta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2022 15:35 Skjálftavirkni á Reykjanesi hefur verið töluverð undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu Almannavarna af tilefni þess að Vísindaráð almannavarna fundaði í gær vegna skjálftavirkni á Reykjanesskaga og þeirra hreyfinga sem þar hafa mælst. Um 3.800 skjálftar hafa mælst við Þorbjörn undanfarna viku. „Samkvæmt GPS mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR gervihnattamyndum mælast færslur á yfirborði jarðar sem benda til kvikusöfnunar með miðju skammt norðvestan Þorbjarnar. Þenslan byrjaði rólega um mánaðarmótin apríl/maí en er hraðari núna. Líkanagerð af færslunum bendir til að kvika safnist fyrir á 4-5 km dýpi og er að myndast innskot (silla) en það gerðist einnig þrisvar sinnum árið 2020,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík á morgun klukkan 19:30 vegna óvissustigs sem lýst var yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar. Í tilkynningu almannavarna er minnt á að í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall hafi verið varað við að skjálfti allt að 6,5 að stærð gæti orðið í Brennisteinsfjöllum, sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Grannt er fylgst með svæðinu.Vísir/Vilhelm. „Sú hætta er enn fyrir hendi. Líklegt er að slíkum skjálfta myndi fylgja grjóthrun í bröttum hlíðum og hugsanlega minniháttar skemmdir á innanstokksmunum í allt að 25 km fjarlægð frá upptökunum. Almennt getur skjálftavirkni verið hrinukennd á meðan kvika er að safnast saman í jarðskorpunni vegna þrýstings frá kvikusöfnun.“ Ítrekað er að mjög vel sé fylgst með umræddu svæði og að vísindamenn séu að meta hvort að mælanet á svæðinu sé ásættanlegt. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna. 16. maí 2022 07:28 Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3. 15. maí 2022 21:59 Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu Almannavarna af tilefni þess að Vísindaráð almannavarna fundaði í gær vegna skjálftavirkni á Reykjanesskaga og þeirra hreyfinga sem þar hafa mælst. Um 3.800 skjálftar hafa mælst við Þorbjörn undanfarna viku. „Samkvæmt GPS mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR gervihnattamyndum mælast færslur á yfirborði jarðar sem benda til kvikusöfnunar með miðju skammt norðvestan Þorbjarnar. Þenslan byrjaði rólega um mánaðarmótin apríl/maí en er hraðari núna. Líkanagerð af færslunum bendir til að kvika safnist fyrir á 4-5 km dýpi og er að myndast innskot (silla) en það gerðist einnig þrisvar sinnum árið 2020,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík á morgun klukkan 19:30 vegna óvissustigs sem lýst var yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar. Í tilkynningu almannavarna er minnt á að í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall hafi verið varað við að skjálfti allt að 6,5 að stærð gæti orðið í Brennisteinsfjöllum, sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Grannt er fylgst með svæðinu.Vísir/Vilhelm. „Sú hætta er enn fyrir hendi. Líklegt er að slíkum skjálfta myndi fylgja grjóthrun í bröttum hlíðum og hugsanlega minniháttar skemmdir á innanstokksmunum í allt að 25 km fjarlægð frá upptökunum. Almennt getur skjálftavirkni verið hrinukennd á meðan kvika er að safnast saman í jarðskorpunni vegna þrýstings frá kvikusöfnun.“ Ítrekað er að mjög vel sé fylgst með umræddu svæði og að vísindamenn séu að meta hvort að mælanet á svæðinu sé ásættanlegt.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna. 16. maí 2022 07:28 Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3. 15. maí 2022 21:59 Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna. 16. maí 2022 07:28
Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3. 15. maí 2022 21:59
Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49
Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24