Enn hætta á stórum skjálfta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2022 15:35 Skjálftavirkni á Reykjanesi hefur verið töluverð undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu Almannavarna af tilefni þess að Vísindaráð almannavarna fundaði í gær vegna skjálftavirkni á Reykjanesskaga og þeirra hreyfinga sem þar hafa mælst. Um 3.800 skjálftar hafa mælst við Þorbjörn undanfarna viku. „Samkvæmt GPS mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR gervihnattamyndum mælast færslur á yfirborði jarðar sem benda til kvikusöfnunar með miðju skammt norðvestan Þorbjarnar. Þenslan byrjaði rólega um mánaðarmótin apríl/maí en er hraðari núna. Líkanagerð af færslunum bendir til að kvika safnist fyrir á 4-5 km dýpi og er að myndast innskot (silla) en það gerðist einnig þrisvar sinnum árið 2020,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík á morgun klukkan 19:30 vegna óvissustigs sem lýst var yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar. Í tilkynningu almannavarna er minnt á að í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall hafi verið varað við að skjálfti allt að 6,5 að stærð gæti orðið í Brennisteinsfjöllum, sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Grannt er fylgst með svæðinu.Vísir/Vilhelm. „Sú hætta er enn fyrir hendi. Líklegt er að slíkum skjálfta myndi fylgja grjóthrun í bröttum hlíðum og hugsanlega minniháttar skemmdir á innanstokksmunum í allt að 25 km fjarlægð frá upptökunum. Almennt getur skjálftavirkni verið hrinukennd á meðan kvika er að safnast saman í jarðskorpunni vegna þrýstings frá kvikusöfnun.“ Ítrekað er að mjög vel sé fylgst með umræddu svæði og að vísindamenn séu að meta hvort að mælanet á svæðinu sé ásættanlegt. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna. 16. maí 2022 07:28 Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3. 15. maí 2022 21:59 Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu Almannavarna af tilefni þess að Vísindaráð almannavarna fundaði í gær vegna skjálftavirkni á Reykjanesskaga og þeirra hreyfinga sem þar hafa mælst. Um 3.800 skjálftar hafa mælst við Þorbjörn undanfarna viku. „Samkvæmt GPS mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR gervihnattamyndum mælast færslur á yfirborði jarðar sem benda til kvikusöfnunar með miðju skammt norðvestan Þorbjarnar. Þenslan byrjaði rólega um mánaðarmótin apríl/maí en er hraðari núna. Líkanagerð af færslunum bendir til að kvika safnist fyrir á 4-5 km dýpi og er að myndast innskot (silla) en það gerðist einnig þrisvar sinnum árið 2020,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík á morgun klukkan 19:30 vegna óvissustigs sem lýst var yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar. Í tilkynningu almannavarna er minnt á að í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall hafi verið varað við að skjálfti allt að 6,5 að stærð gæti orðið í Brennisteinsfjöllum, sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Grannt er fylgst með svæðinu.Vísir/Vilhelm. „Sú hætta er enn fyrir hendi. Líklegt er að slíkum skjálfta myndi fylgja grjóthrun í bröttum hlíðum og hugsanlega minniháttar skemmdir á innanstokksmunum í allt að 25 km fjarlægð frá upptökunum. Almennt getur skjálftavirkni verið hrinukennd á meðan kvika er að safnast saman í jarðskorpunni vegna þrýstings frá kvikusöfnun.“ Ítrekað er að mjög vel sé fylgst með umræddu svæði og að vísindamenn séu að meta hvort að mælanet á svæðinu sé ásættanlegt.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna. 16. maí 2022 07:28 Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3. 15. maí 2022 21:59 Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna. 16. maí 2022 07:28
Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3. 15. maí 2022 21:59
Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49
Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24